Eins og venja er hófst setning Alþingis í dag með guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Mér hefur alltaf þótt þetta undarlegt fyrirkomulag. Það er eins og það sé gert ráð fyrir því að allir þingmenn séu kristnir og að þeir séu einungis talsmenn eins trúarhóps á landinu.
Nú þegar tveir stjórnmálaflokkar, Samfylkingin og Frjálslyndi flokkurinn, hafa sett aðskilnað ríkis og kirkju á oddinn er kannski von til þess að þessi hefði verði aflögð innan tíðar.