Frábærir tónleikar!

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

13/07/2003

13. 7. 2003

Tónleikarnir í gær með Mastodon voru vægast sagt góðir. Íslensku böndin Dark Harvest og Brain Police stóðu sig vel og voru báðar klappaðar upp af rokkþyrstum áhorfendum. Þegar Mastodon steig á svið varð allt vitlaust, enda Grand rokk fullur af rokkurum á öllum aldri. Mastodon spilar aftur og í síðasta sinn á Gauk á stöng […]

Tónleikarnir í gær með Mastodon voru vægast sagt góðir. Íslensku böndin Dark Harvest og Brain Police stóðu sig vel og voru báðar klappaðar upp af rokkþyrstum áhorfendum. Þegar Mastodon steig á svið varð allt vitlaust, enda Grand rokk fullur af rokkurum á öllum aldri. Mastodon spilar aftur og í síðasta sinn á Gauk á stöng í kvöld.


Eins og sjá má á myndum sem ég tók var mikill fjöldi á Grand rokk í gær og frábær stemming. Satt best að segja fóru þessir tónleikar fram úr mínum björtustu vonum.

Þorsteinn frændi (Steini rokk) á mikinn heiður skilið fyrir að standa vel að þessum tónleikum. Ég er sannfærður um að hann eigi eftir að bjóða Íslendingum upp á fleiri gæðatónleika þegar fram líða stundir. Kudos to you Steini!

Tónleikarnir á Gauknum hefjast klukkan 20 í kvöld og að þessu sinni hita rokkararnir í Forgarði helvítis, Changer og Brutal upp fyrir Mastodon. Ég hvet alla þá sem misstu af tónleikunum í gær til að mæta í kvöld!

Sjá nánari upplýsingar um Mastadon og tónleikana á:

www.dordingull.com/tonleikar

www.skodun.is/WebAlbums/Mastodon_2003

Deildu