Fyrsta greinin mín 🙂

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

26/06/2003

26. 6. 2003

Ég var að skoða greinasafn Morgunblaðsins í gær og rakst þar á eldgamla grein eftir mig og Brynjólf Þór félaga minn. Greinin er skrifuð 1996 og líklegast fyrsta greinin sem ég á sem send er til birtingar í dagblaði. Greinin fjallar um kennsluhætti og kröfu um betri kennslu í skólum landsins. Við Binni, og nokkrir […]

Ég var að skoða greinasafn Morgunblaðsins í gær og rakst þar á eldgamla grein eftir mig og Brynjólf Þór félaga minn. Greinin er skrifuð 1996 og líklegast fyrsta greinin sem ég á sem send er til birtingar í dagblaði. Greinin fjallar um kennsluhætti og kröfu um betri kennslu í skólum landsins.

Við Binni, og nokkrir aðrir, fengum okkur fullsadda á því að þó nokkrir kennarar sem störfuðu við skólann okkar voru óhæfir, eða í það minnsta illa undirbúnir. Margir höfðu ekki fyrir því að búa til glósur eða önnur hjálpargögn og aðrir kunnu einfaldlega ekki að koma fram.

Nemendur við skólann höfðu margsinnis kvartað undan sumum þessara kennara en aldrei gerðist neitt. Athugasemdir nemenda virtust sjaldnast skipta máli.

Við stofnuðum því félag sem við kölluðum því frumlega nafni ,,Samtök áhugafólks um bætta kennslu“ eða SÁBK. Fyrsta verkefni okkar var að safna undirskriftum þar sem við kröfðumst þess að nemendur fengju rétt til þess að meta kennara sína við lok hverrar annar og síðan yrði matsnefnd, með fulltrúum frá skólastjórn og nemendum, látin fara yfir niðurstöður matsins. Við töldum að ef ákveðnir kennarar fengju aftur og aftur slæma umsögn nemenda þá yrðu stjórnendur skólans að gera eitthvað í málunum. Við söfnuðum nokkur hundruð undirskriftum á einum degi.

Ákveðið var að skrifa grein í Morgunblaðið til að vekja fólk til umhugsunar. Þar sem þetta er líklegast fyrsta greinin mín (með aðstoð Binna þó) finnst mér svolítið sniðugt að birta hana hér.

Deildu