Bönnum reykingar á heimilum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

19/06/2003

19. 6. 2003

Gro Harlem Brundtland, aðalframkvæmdastjóri WHO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur lagt það til að bannað verði að reykja inn á heimilum þar sem börn búa. Hefur hún fengið afar misjöfn viðbrögð við þessari skoðun sinni. Þetta er áhugavert því ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að vernda eigi börn fyrir reykingu foreldra þeirra. Margir eru […]

Gro Harlem Brundtland, aðalframkvæmdastjóri WHO og fyrrverandi forsætisráðherra Noregs, hefur lagt það til að bannað verði að reykja inn á heimilum þar sem börn búa. Hefur hún fengið afar misjöfn viðbrögð við þessari skoðun sinni. Þetta er áhugavert því ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að vernda eigi börn fyrir reykingu foreldra þeirra.


Margir eru eflaust þerrar skoðunar að tillaga Brundtlands feli í sér alltof mikla forræðishyggju, en ég er því einfaldlega ekki sammála. Óbeinar reykingar eru hættulegar og foreldrar hafa ekki rétt á því að vera með börn sín í skaðlegu umhverfi.

Menn eru sammála því að foreldrar sem sýna mikla vanrækslu t.d. með því að búa börnum sínum umhverfi þar sem mikil hætta er á slysum. Foreldrar sem hafa börn sín í heilsuspillandi umhverfi (t.d. slæmu húsnæði) eru vart taldir hæfir o.s.frv. Sama hlýtur því að eiga við um foreldra sem reykja ofan í börnin sín dag hvern.

Fullorðið fólk getur að sjálfsögðu ákveðið að reykja og stofnað heilsu sinni í hættu. Um það deili ég ekki. Þeir hafa hins vegar engan rétt á því að misþyrma börnum sínum með óbeinum reykingum. Foreldrar og forráðamenn geta einfaldlega ekki tekið slíka ákvörðun fyrir börnin sín. Foreldrar eru nefnilega verndarar barna sinna, ekki eigendur….

Deildu