Ég horfði á Kastljós í gær og komst að því af hverju mér leiðist pólitík. ,,Foringjarnir“ hegðuðu sér flestir eins og smábörn, í besta falli eins og unglingar í Morfískeppni. Ef við værum í Bandaríkjunum og þetta væri fólkið með ,,their fingers on the button“ þá væri ég búinn að fjárfesta í loftvarnabyrgi. Mér fannst þetta allt frekar sorglegt. Eins og oft áður fannst mér Halldór koma langbest út. Var yfirvegaður og manni grunaði ekki að hann væri með teygjubyssu innanklæða.
Ég get ómögulega sagt hver ,,vann“ þessar kappræður, þetta var allt svo kjánalegt. Denni, Össi og Dabbi hegðuðu sér eins og fastagestir í Jerry Springer þætti. Magga hafði lítið að segja (mér finnst hún reyndar oft mjög góð) en Dóri kom nokkuð skammlaust út úr þessu.