Á að leyfa ofbeldi gegn börnum?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/11/2001

3. 11. 2001

Í Morgunblaðinu síðasta föstudag kemur fram að stjórnendur einkarekins kristins skóla sem staðsettur er í Liverpool á Englandi vilji taka upp flengingar til að aga nemendur sínar, en slíkt er nú bannað þar í landi sem betur fer. Yfirmenn Skólans, sem er kenndur við ,,Félagsskap Krists“, (Christian Fellowship) eru greinilega þeirrar skoðunar að óhæft sé […]

Í Morgunblaðinu síðasta föstudag kemur fram að stjórnendur einkarekins kristins skóla sem staðsettur er í Liverpool á Englandi vilji taka upp flengingar til að aga nemendur sínar, en slíkt er nú bannað þar í landi sem betur fer. Yfirmenn Skólans, sem er kenndur við ,,Félagsskap Krists“, (Christian Fellowship) eru greinilega þeirrar skoðunar að óhæft sé að aga börn án þess að notast við vald og ofbeldi. Enda stendur í hinni ,,helgu bók“ að: ,,Sá sem sparar vöndinn, hatar son sinn, en sá sem elskar hann, agar hann snemma.“ (Orðskviðirnir 13:24)


Ofbeldi getur ekki verið lausn við agavandamálum, þetta hlýtur hver hugsandi maður að sjá, eða hvað? Samkvæmt skoðanakönnun sem gerð var í Englandi fyrir rúmu ári síðan kom fram að ríflega helmingur almennings í Englandi er hlynntur því að beita börnum líkamlegra refsinga. Þetta finnst mér bæði sorglegt og hálf ótrúlegt. Ég veit ekki hvort viðhorf Íslendinga til þessa máls hefur verið könnuð en ég er forvitinn að vita hver þau eru.

Ég man eftir því þegar ég var í sálfræðitíma í FB fyrir nokkrum árum síðan og heyrði unga móður segja fyrir framan bekkinn að hún stundaði það að þvo munn barnsins síns upp úr sápu ef það var með vont orðbragð! Mér blöskraði. Fyrir utan þá staðreynd hvað það getur reynst hættulegt að láta barn borða sápu þá er þetta hreint fáránleg uppeldisaðferð. Ef eitthvað er þá sýnir atferli móðurinnar í þessu tilfelli meiri óþroska en atferli barnsins (sama hversu slæmt orðbragð barnið hefur viðhaft). Ég man líka að ég spurði móðurina hvort það væri ekki betra að reyna að tala við barnið og kenna því mannasiði heldur en að troða sápustykki upp í það. ,,Helduru að það myndi gera gagn?“ sagði móðirinn í undrunartón…

Svipuð frétt birtist í Mogganum í fyrra og þá skrifaði ég einmitt tvær greinar um þetta mál á Skoðun sem vöktu mjög misjöfn viðbrögð hjá lesendum mínum (sjá: Líkamlegar refsingar gegn börnum og Enn um líkamlegar refsingar gegn börnum)

Deildu