Falskt öryggi

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/09/2001

16. 9. 2001

Mikil öryggisgæsla var á flugvellinum í Amsterdam (á leið okkar heim frá Belgíu til Íslands þurftum við að fara til Hollands og fljúga þaðan heim). Allir voru spurðir um vegabréf og mikil áhersla var lögð á að gegnumlýsa allan handfarangur til þess að tryggja að enginn færi með vopn meðferðis inn í flugvél. Við tókum […]

Mikil öryggisgæsla var á flugvellinum í Amsterdam (á leið okkar heim frá Belgíu til Íslands þurftum við að fara til Hollands og fljúga þaðan heim). Allir voru spurðir um vegabréf og mikil áhersla var lögð á að gegnumlýsa allan handfarangur til þess að tryggja að enginn færi með vopn meðferðis inn í flugvél.

Við tókum öll eftir því að öryggisgæslan var mun meira en undir venjulegum kringumstæðum, enda aðeins um tveir sólarhringar síðan hryðjuverkaárásin umrædda átti sér stað.

Þegar flugvélin okkar var lögð á stað spjölluðum við sem sátum saman um það hvernig það væri að lenda í því að vera í flugvél sem yrði rænt. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að örfáir menn gætu haldið fjölda fólks í gíslingu með einungis aumum dúkahnífum og rakvélablöðum að vopni (nýjustu fréttir herma að þetta hafi verið einu vopnin sem þeir notuðu).

Þegar ég hugsaði um þetta mundi ég allt í einu eftir því að: ÉG VAR MEÐ HNÍF Í HANDFARANGURSTÖSKUNNI MINNI. ,,Nei þetta getur ekki verið rétt“, hugsaði ég með mér um leið og ég opnaði töskuna mína. En grunur minn reyndist réttur. Um leið og ég opnaði lítið hliðarhólf í töskunni minn blasti við mér vinnuhnífurinn minn! Síðustu þrjú skipti sem ég hef ferðast til útlanda (öll skiptin á þessu ári) hef ég notað vinnutöskuna mína sem handfarangurstösku og í henni er voldugur hnífur. Hnífur sem auðveldlega er hægt að nota til að drepa mann.

Fyrsta hugsun mín eftir þessa uppgötvun var ,,ég gæti þó minnsta kosti varið mig ef flugvél þeirri sem ég væri í yrði rænt“. Þetta var þó fljótfærnisleg ályktun hjá mér því staðreynd málsins er sú að ef ég get ferðast um með hárbeittan hníf úr ryðfríu stáli þá geta það allir, þar á meðal hryðjuverkamenn. Ég meina hve auðvelt er það eiginlega að fara með vopn um borð í flugvél? Ég hef, óvart reyndar, farið 10 sinnum um borð í flugvél á þessu ári og að minnsta kosti jafn oft sent töskuna mína í gegnum gegnumlýsingartæki sem hefði átt að finna hnífinn en gerði það augljósleg ekki. Ekki einu sinni þegar ég flaug heim aðeins tveim dögum eftir hryllinginn í Bandaríkjunum og gæslan hafði verið hert til muna. Makes you wonder…

Deildu