Úr fílabeinsturni félagshyggjunnar

Logo

Kolbeinn Hólmar Stefánsson

Kolbeinn Hólmar Stefánsson sat í ritstjórn Skoðunar frá mars 2000 til febrúar 2001.

25/10/2000

25. 10. 2000

Flestum er það enn ferskt í minni þegar Samfylkingin kynnti stefnuskrá sína á haustdögum 1998. Var það þá haft eftir að stund félagshyggjunanr væri komin. Og sú stund varði þá klukkustund sem það tók fjölmiðla og forsvarsmenn annarra stjórnmálaflokka að benda þjóðinni á að þessi stefnuskrá væri ómerkilegur pappír. Að hún væri Skýrt og Afdráttarlaust […]

Flestum er það enn ferskt í minni þegar Samfylkingin kynnti stefnuskrá sína á haustdögum 1998. Var það þá haft eftir að stund félagshyggjunanr væri komin. Og sú stund varði þá klukkustund sem það tók fjölmiðla og forsvarsmenn annarra stjórnmálaflokka að benda þjóðinni á að þessi stefnuskrá væri ómerkilegur pappír. Að hún væri Skýrt og Afdráttarlaust Kannski.


,,Við höfum velt því fyrir okkur hvort ekki sé ástæða til að ef til vill má skoða en þó með hliðsjón af því en ekki án samráðs og íhugunar.“
Þetta mikla Kannski hefur loðað við Samfylkinguna frá því að samruni A-flokkanna hófst en hvergi á jafn áberandi hátt og í utanríkismálum. Allaballar vildu úr NATO en ekki í ESB, Kratar vildu í ESB en ekki úr NATO. Í stað þess að semja um að við ætluðum í ESB og úr NATO, þar sem báðir flokkar hefðu fengið veigamikið stefnumál inn á stefnuskránna, þá var samið um 1-1 jafntefli þar sem hvor flokkur um sig myndi skora sjálfsmark. Við ætluðum ekki inn í ESB og ekki úr NATO, með þeim fyrirvörum þó að Samfylkingin áskyldi sér þann rétt að skipta um skoðun við minnsta tilefni.

Ungir jafnaðarmenn
Landsþing Ungra jafnaðarmanna var merkis viðburður fyrir það eitt að á þinginu voru teknar afstöður og ekkert mál var svo viðkvæmt að það mætti ekki taka fyrir. Í kjölfarið hófst í fjölmiðlum töluverð umræða um afstöðu UJ til NATO. Sjálfur fagna ég þessari umræðu enda tel ég að fjölmiðlar líti á þetta sem fréttaefni vegna þess að til þessa hefur þetta verið viðkvæmt mál innan Samfylkingarinnar. Þetta er hinsvegar ekki eina málið sem tekin var ný afstaða til en er af mörgum ástæðum táknmynd þess vandræðagangs sem hefur einkennt stefnumótun Samfylkingarinnar.

Það er sjaldgæft að allir séu á eitt sáttir við niðurstöður landsþinga. Sem frjálslyndur jafnaðarmaður er ég þó frekar ánægður. Við staðfestum vilja okkar til áframhaldandi veru í NATO, lýstum yfir eindregnum vilja okkar til að ganga í ESB, tókum skref í áttina að einkavæðingu RÚV og svo mætti lengi telja. Ég hef hinsvegar samúð með þeim stöku sálum sem horfa reiðar um öxl og eiga erfitt með að taka því að hafa orðið undir í lýðræðislegri kosningu.

Deildu