Horft til framtíðar – langtímamarkmið ofar skammtímalausnum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/06/1999

23. 6. 1999

Alltof oft einkennist stefna stjórnvalda af skammtímalausnum. Um leið gleymist að setja langtímamarkmið og móta heildstæða stefnu. Ástæður þess eru án efa þær að þrýstihópar krefjast úrlausna á eiginn vanda/hugðarefnum strax en ekki á morgun og hvað þá eftir 10 ár. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar bregðast því oft við þessum þrýstingi með skyndilausnum sem hljóma vel […]

Alltof oft einkennist stefna stjórnvalda af skammtímalausnum. Um leið gleymist að setja langtímamarkmið og móta heildstæða stefnu. Ástæður þess eru án efa þær að þrýstihópar krefjast úrlausna á eiginn vanda/hugðarefnum strax en ekki á morgun og hvað þá eftir 10 ár. Stjórnvöld og stjórnmálaflokkar bregðast því oft við þessum þrýstingi með skyndilausnum sem hljóma vel í eyrum kjósenda. Þegar grannt er skoðað eru þessar ,,lausnir“ í raun engar lausnir heldur í besta falli gálgafrestur en í versta falli hinu verstu óvættir þar sem þær virka sem tálsýn um að allt sé í lagi þegar í raun svo er alls ekki. Í skjóli skyndilausna vex vandinn og fáir virðast skilja af hverju.

Gott dæmi um þetta er hvernig landbúnaðarkerfið hefur þróast á undanförnum áratugum. Ríkisstyrkir til framleiðenda og innflutningshöft hafa haft það í för með sér að myndast hefur furðulegt fyrirkomulag þar sem skattgreiðendur bera byrðar í formi hærri skatta, neytendur bera byrðar í formi hærra vöruverðs og leiða má rök að því að þeir sem vinna í landbúnaði beri byrðar þar sem þeir kynnu að hafa betri kjör í öðrum störfum.

Fleiri dæmi mætti nefna svo sem hvernig málum er komið í mennta- og menningarmálum, skattamálum að ógleymdu fyrirkomulagi trúmála.

Stjórnmálamenn, rétt eins og aðrir, þurfa að leggja áherslu á að móta og vinna að langtímamarkmiðum ef þeir vilja gera raunverulegt gagn. Við mótun langtímamarkmiða þurfa ráðamenn að gera grein fyrir hvort, hvernig og hvers vegna stjórnvöld eiga að skipta sér af viðkomandi málaflokkum.

Deildu