Ágætis umfjöllun hefur verið í fjölmiðlum um búsetumál aldraðra í kjölfar þess að greinin mín (Eiga amma og afi þetta skilið?) var birt í Morgunblaðinu síðastliðinn mánudag. Hér fyrir neðan eru vísanir í þessa umræðu í fjölmiðlum.
Fjallað um ömmu og afa á fréttavakt NFS – 23. febrúar
(Hallgrímur Thorsteinsson tekur viðtal við ömmu, afa og pabba, sem stóðu sig öll eins og hetjur!)
Fjallað um málefni aldraðra (þar á meðal mál ömmu og afa) í hádegisviðtalinu á NFS – 23. febrúar..
(Logi Bergmann tekur viðtal við séra Pálma Matthíasson)
Viðtal við mig um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni – 21. febrúar.
(Viðtalið hefst þegar 1 klukkutími og 22 mínútur eru liðnar af upptökunni)