Allt of margir falla í þá gryfju að gera ráð fyrir mjög einsleitu samfélagi á Íslandi og telja því eðlilegt að hér sé starfrækt þjóðkirkja á kostnað skattgreiðenda. Fyrir rétt rúmu ári voru 89,4% Íslendinga skráð í þjóðkirkjuna sem er svipað hlutfall og er í Svíþjóð en 90% Svía eru skráðir í sænsku þjóðkirkjuna. Hér, rétt eins og í Svíþjóð, er meirhluti landsmanna* hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju þannig að það er greinilega margt líkt með aðstæðum hér og í Svíþjóð.
Það er einlæg von mín að aðskilnaður ríkis og kirkju í Svíþjóð flýti fyrir samskonar aðskilnaði hér á landi.
*Um 63% Íslendinga eru hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju samkvæmt könnun sem framkvæmd var í september árið 1998.