Hugsjónum fórnað á altari flokkshollustu

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/04/2002

21. 4. 2002

Það kom fram í fréttum í gær að Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, væri megindráttum sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna væntanlegrar ríkisábyrgðar á lánum til Decode. Samt ætlar hann að fylgja flokkslínunni og greiða atkvæði sitt með þessu vafasama happadrætti á kostnað skattgreiðenda! Þetta er með ólíkindum. Samkvæmt […]

Það kom fram í fréttum í gær að Vilhjálmur Egilsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, væri megindráttum sammála þeirri gagnrýni sem fram hefur komið vegna væntanlegrar ríkisábyrgðar á lánum til Decode. Samt ætlar hann að fylgja flokkslínunni og greiða atkvæði sitt með þessu vafasama happadrætti á kostnað skattgreiðenda! Þetta er með ólíkindum. Samkvæmt 48. grein stjórnarskrá Íslands eru ,,Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína…“ Vilhjálmur hefur hér hins vegar gerst sekur um að fara gegn sannfæringu sinni og svíkur þannig kjósendur sína, sem treysta því að þeir sem kosnir eru á þing séu sjálfstæðir einstaklingar sem berjast fyrir því sem þeir trúa á en hegði sér ekki eins og sauðfé.

Það er fátt eins blóðugt og þegar hugsjónum er fórnað á altari flokkshollustunnar…

Deildu