Einlægur Bjarni Ben

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/04/2013

12. 4. 2013

Viðtalið við Bjarna Benediktsson í þættinum Forystusætið á RÚV í gær var merkilegt. Þarna birtist einlægur, viðkunnalegur og jafnframt bugaður maður. Í fyrsta sinn hugsaði ég með mér að ég gæti kosið Bjarna Ben. Reyndar gæti ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna stefnunnar og fortíðarinnar. En ég kann vel við einlægt fólk. Svo held ég […]

Bjarni BenediktssonViðtalið við Bjarna Benediktsson í þættinum Forystusætið á RÚV í gær var merkilegt. Þarna birtist einlægur, viðkunnalegur og jafnframt bugaður maður. Í fyrsta sinn hugsaði ég með mér að ég gæti kosið Bjarna Ben. Reyndar gæti ég aldrei kosið Sjálfstæðisflokkinn einfaldlega vegna stefnunnar og fortíðarinnar. En ég kann vel við einlægt fólk.

Svo held ég að Bjarni Ben frekar frjálslyndur maður í mjög íhaldssömum flokki. Ég held að hann sé ekki sammála stefnu flokksins í ýmsum veigamiklum málum, þar með talið Evrópumálum. Það hlýtur að vera erfitt að vera foringi í flokki sem er með galna stefnu. Ennþá erfiðara þegar samherjar ráðast að manni. Ég finn til með Bjarna þó ég finni ekki til með flokknum hans. Sjálfstæðisflokkurinn á ekki skilið meira fylgi.

Ummæli Bjarna Ben um Framsóknarflokkinn í gær voru góð. Tek undir þau:

„Það er erfitt að yfirtrompa þá sem ætla einfaldlega að leysa öll vandamál skuldsettra heimila“.

Það er auðvitað ekki hægt…

Deildu