Ég ímynda mér heim alvöru fagfólks

Logo

10/04/2013

10. 4. 2013

Nú á að lesa Sr. Sighvati Karlssyni pistilinn af vígslubiskupi og gefa honum þannig snarlega þá endurmenntun sem hann þarf til að tala við fólk í áfalli á Húsavík.  Sjá frétt á visir.is Viðbrögð prestsins á Húsavík gagnvart Guðnýju Jónu sýna að þarna var ekki fagmaður á ferð heldur maður leiddur af 1700 ára gamalli […]

Nú á að lesa Sr. Sighvati Karlssyni pistilinn af vígslubiskupi og gefa honum þannig snarlega þá endurmenntun sem hann þarf til að tala við fólk í áfalli á Húsavík.  Sjá frétt á visir.is

Viðbrögð prestsins á Húsavík gagnvart Guðnýju Jónu sýna að þarna var ekki fagmaður á ferð heldur maður leiddur af 1700 ára gamalli bók.  Í ævintýraheimi biblíunnar er voðalega sætt að fyrirgefa þeim sem brjóta á manni.  Jafnvel ganga svo langt að bjóða hinn vangann.

Í raunverulega heiminum er veruleikinn svolítið flóknari og mikilvægi þess að réttarkerfi taki á afbrotum auk þess sem fagleg hjálp við fólk sem lendir í áföllum krefst klínískrar þjálfunar og mikillar þekkingar á heilbrigðisvísindum og geðheilbrigðisfræðum.  Tveir 10 eininga bóklegir kúrsar presta frá HÍ í áfallahjálp eru betri en engir, en það er langt í frá að það geri þá að heilbrigðisstarfsmönnum.  Prestar eru fyrir trúað fólk sem vill leita trúarlegra lausna.  Það er ekki lausn á niðurskurði í heilbrigðiskerfinu að ráða presta til að vinna verk sálfræðinga, geðlækna, geðhjúkrunarfræðinga og geðiðjuþjálfa.

predik-vigslubiskups

Úr predikun Sólveigar Láru vígslubiskups páskana 2013

Hvernig væri að ríkistjórnin næmi úr gildi launasamningin við presta frá 1997 (um 150 hálaunastöðugildi) og réði fullt af sálfræðingum og tannlæknum alls staðar þar sem eru heilsugæslustöðvar á landinu öllu?

Þetta eru svo margar stöður að það mætti fleygja inn nokkrum geðlæknum, bráðalæknum, heimilislæknum og hjúkrunarfræðingum í púkkið þar sem skortur er á bráðamóttökunni og landsbyggðinni.

Ímyndið ykkur hversu óneitanlega það gerði meira gagn en að hafa presta á launaskrá ríkisins.

Við þurfum að forgangsraða og upprisa manns sem segist hafa dáið fyrir syndir alls mannkyns og segir að allir eigi að fyrirgefa er ekki sá boðskapur sem gagnast fórnarlambi nauðgunar í áfalli.

Jarðirnar sem ríkið fékk í skiptum fyrir launasamninga presta voru metnar á um 1.2 milljarð króna á níunda áratugnum samkvæmt bók um þessar jarðir.  Þessa upphæð þarf að framreikna til núvirðis en það segir sig sjálft að þeir 1.4 milljarðar sem Þjóðkirkjan fær í launakostnað árlega (2012) og þær 600 milljónir sem hún fær í sjóði utan sóknargjalda frá ríkinu árlega eru margfaldar á við það sem ríkið (þjóðin) fékk í formi jarða.  Þjóðkirkjuprestar eru búnir að vera á launum frá ríkinu frá 1907 (en þá var gerður svipaður samningur og árið 1997) þannig að við getum rétt ímyndað okkur hvað þetta er búið að kosta.

Prestar skíra, ferma, gifta og jarða kristið fólk.  Fyrir allar þessar athafnir þarf fólk að greiða síðan aukretis.  Að vísu ekki mikið, skárra væri það nú fyrst að þeir eru á hálaunadaglaunum (um 500 þús. í daglaun).  Kristið fólk á að greiða fyrir prestana og kirkjurnar sínar, ekki allir landsmenn.  Ég skora á kristið þjóðkirkjufólk að taka ábyrgð á eigin trúarbrögðum og halda þeim utan við ríkiskassa allra landsmanna.  Þið eruð 76.2% landsmanna og ættuð að hafa fjöldann og duginn til að standa á eigin fótum.

Gefum „faglegum“ orðum vígslubiskupsins í páskapredikun hennar síðasta orðið:

Er þetta samrýmanlegt faglegri áfallahjálp?

Er þetta samrýmanlegt faglegri áfallahjálp?

Deildu