Í dag þann 30. janúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga breytingar á lögum sem heimila lífsskoðunarfélögum að sækja um skráningu sem slík félög og öðlast þar með sambærileg réttindi og skráð trúfélög. Þetta er mikið framfaraskref og mikill sigur fyrir félög eins og Siðmennt sem hefur barist fyrir breytingum í þessa átt í mörg ár (Fréttatilkynning frá Siðmennt 2013).
Sögulegt yfirlit
Það var þann 3. júní 2002 sem Siðmennt lét fyrst reyna á hvort jafnræði væri milli veraldlegra- og trúarlegra lífsskoðana hér á landi (Fréttatilkynning 2002). En þann dag sendi félagið umsókn um skráningu sem trúfélag samkvæmt þágildandi lögum (Umsókn 2002). Ég var þá varaformaður félagsins og tók virkan þátt í þessu áhugaverða ferli. Umsókn okkar var hafnað (Niðurstaðar nefndar; Svar ráðuneytis 2002).
Ég og Gísli Gunnarsson sendum frá okkur álitsgerð í kjölfarið (Viðbrögð við áliti nefndar um skráningu trúfélaga og svari dómsmálaráðuneytisins í júlí 2002).
Félagið gerði aðra tilraun til að sækja um skráningu sem trúfélag þann 26. mars árið 2004 en var aftur hafnað eftir nokkrar ítrekanir.
Eftir 2006 gafst Siðmennt upp á því fá skráningu samkvæmt (þáverandi) lögum um skráð trúfélög. Þess í stað hófst vinna við að sannfæra alþingismenn og aðra um að breyta þyrfti lögum til þess tryggja betur jafnrétti fólks óháð lífsskoðunum. Í dag vannst mikil áfangasigur.
Allar umsóknir og svör má nálgast hér fyrir neðan (tekið af vefsíðu Siðmenntar: Jafnrétti lífsskoðunarfélaga).
Til hamingju öll!
Þetta er merkileg heimild:
2002
Umsókn um skráningu trúfélags 2002
Sent til Dóms- og kirkjumálaráðuneytis 3. júní 2002.
Fréttatilkynning vegna umsóknar árið 2002
Niðurstaðar nefndar um skráð trúfélög
Sent til Dóms- og kirkjumálaráðuneytis 5. júlí 2002.
Svar Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
Sent til Siðmenntar 18. júlí 2002.
2004
Umsókn um skráningu trúfélags 2004
Sent til Dóms- og kirkjumálaráðuneytis 26. mars 2004.
Ítrekun Siðmenntar vegna umsóknar 26. mars 2004
Sent til Dóms- og kirkjumálaráðuneytis 7. október 2004.
2005
Önnur ítrekun Siðmenntar vegna umsóknar 26. mars 2004
Sent til Dóms- og kirkjumálaráðuneytis 3. mars 2005.
Niðurstaðar nefndar um skráð trúfélög
Sent til Dóms- og kirkjumálaráðuneytis 20. mars 2005.
Svar Dóms- og kirkjumálaráðuneytisins
Sent til Siðmenntar 29. mars 2005.
Álit lögfræðings Siðmenntar
dagsett 09/06/2005
Bréf til alþingismanna – EFNI: Lög um lífsskoðunarfélög og breytingar á lögum um skráningu trúfélaga nr. 108/1999
Sent 15. ágúst 2005
Erindi til allsherjarnefndar – EFNI: Tillaga að lögum um lífsskoðunarfélög og breytingar á lögum um sóknargjöld
Sent 17. nóvember 2005
Tillaga að lögum um skráð lífsskoðunafélög
Sent 17. nóvember 2005
Tillaga að breytingum lögum um sóknargjöld o.fl.
Sent 17. nóvember 2005
2006
Erindi Siðmenntar á fundi Allsherjarnefndar (Power Point glærur)
Fundurinn var haldinn 14. febrúar 2006
Bréf sent til Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, þar sem Siðmennt óskar eftir því að sérstök lög verði sett um lífsskoðunarfélög
Sent 1. september 2006
Svar Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, við erindi Siðmenntar sem sent var 1. september
Sjá nánar
Siðmennt: Baráttan fyrir jafnrétti lífsskoðunarfélaga