Hamingjustjórnmál: Peningar skipta ekki máli

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/01/2013

30. 1. 2013

Peningar hafa miklu minni áhrif á hamingju einstaklinga en margir virðast halda. Í mörgum tilfellum skipta peningar alls engu máli. Hamingjumælingar hafa ítrekað sýnt að það er ólínulegt samband milli fjárhagsstöðu fólks og hamingju þeirra. Sambandið virðist vera sveiglínulegt (svolítið eins og S í laginu). Peningar geta þannig skipt miklu máli fyrir þá sem eru […]

PeningarPeningar hafa miklu minni áhrif á hamingju einstaklinga en margir virðast halda. Í mörgum tilfellum skipta peningar alls engu máli. Hamingjumælingar hafa ítrekað sýnt að það er ólínulegt samband milli fjárhagsstöðu fólks og hamingju þeirra. Sambandið virðist vera sveiglínulegt (svolítið eins og S í laginu). Peningar geta þannig skipt miklu máli fyrir þá sem eru fátækir og skulda mikið en litlu fyrir aðra. Áhyggjur vegna skuldavanda, álag og mikil vinna hefur áhrif á heilsu og hamingju. Að sama skapi er erfitt að búa við mun verri lífsgæði en nágranninn og geta þannig ekki tekið fyllilega þátt í samfélaginu. Auðvitað skipta peningar að því leyti máli.

En það sem ég tel að skipti höfuðmáli er þetta. Rannsóknir benda til þess að þegar að fólk hefur eignast það mikið af peningum að það þarf ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur, og rétt rúmlega það, þá eykur aukið ríkidæmi nánast ekkert hamingju fólks.

Draumur margra um að verða ofurefnað er því á misskilningi byggður. Það er ekki hægt að kaupa hamingju með ríkidæmi.

Pólitíkin á að snúast að miklu leyti um það hvernig er hægt að hámarka hamingju sem flestra.

Það er ekki vænlegt að búa í samfélagi þar sem misskipting er mikil og neysla almennings er mikið til fjármögnuð með lánum. Samfélag sem hreykir sér af því að til sé moldríkt fólk á meðan fjölmargir eru fjötrum fátæktar og skulda er sturlað samfélag.

Ef eitthvað er að marka hamingjumælingar þá er skynsamlegt að bæta lífskjör þeirra sem eru í fjárhagsvanda til dæmis með því að leggja hærri skatta á þá sem eiga mikið af peningum. Það er mikilvægt að almenningur búi við öryggi og öflugt velferðarkerfi. Það skiptir máli að koma í veg fyrir bóluhagkerfi og skuldasöfnun einstaklinga.

Það er ef hamingja skiptir máli.

Thomas Paine (afmælisbarn gærdagsins):

,,When it can be said by any country in the world, my poor are happy, neither ignorance nor distress is to be found among them, my jails are empty of prisoners, my streets of beggars, the aged are not in want, the taxes are not oppresive, the rational world is my friend because I am the friend of happiness. When these things can be said, then may that country boast its constitution and government.” – Thomas Paine (1737-1809)

Skemmtilegt myndband um peninga og hamingju:
Why Most People Who Win The Lottery Become Unhappy

Tengt:
Sókn gegn hægrivillum sjálfstæðismanna

Deildu