Ég tók eftir því að í grein á Pressunni segir Brynjar Nielsson, formaður Lögmannafélags Íslands, orðrétt:
„Hvorki ég né aðrir nei-sinnar fullyrtum að dómstólaleiðin gæti ekki leitt til verri niðurstöðu en samningurinn.“ [feitletrun SHG]
Nú er ég ekki lögfræðingur, en mér heyrðist lögfræðingurinn einmitt fullyrða þetta í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni. Þar segir Brynjar Nielsson eftirfarandi um dómstólaleiðina: „hún getur aldrei orðið verri…“
Heimir Karlsson: „En þú hlýtur Brynjar vegna þess að þú vilt frekar taka áhættuna og fara dómsstólaleiðina…“
Brynjar Nielsson: „…Það er vegna þess að hún getur aldrei orðið verri vegna þess að við verðum aldrei dæmd til að greiða nema þessar 20 þúsund Evrur.“
Dæmi nú hver fyrir sig.