Sum lyf eru lífsnauðsynleg. Þegar fólk með líkamlega sjúkdóma þar lyf sýna allir því skilning.
Fólk með geðræna sjúkdóma eða ADHD þarf líka oft lyf sem eru þeim lífsnauðsynleg. Þá birtast oft fordómar hjá almenningi og stundum einnig frá fagfólki.
Ástæðan er oft sú að SUMIR misnota slík lyf. Fréttatímar eru fullir af slíkum sögum. Þessir fordómar valda skömm hjá notendum því komið er fram við þá eins og fíkla.
Hættum þessu. Dæmum ekki lyfjanotkun af því sumir misnota lyf. Dæmum heldur ekki þá sem þurfa aðstoð félagslega kerfisins eða eru öryrkjar af því SUMIR misnota „kerfið“.
Almennt eigum við ekki að dæma fólk því við vitum aldrei nákvæmlega í hvaða aðstæðum aðrir eru í. Hugsum frekar inn á við og veltum því fyrir okkur hvað við getum gert til að bæta líf annarra og ekki síður okkar sjálfra.
Prédikun dagsins: Dæmum ekkiSum lyf eru lífsnauðsynleg. Þegar fólk með líkamlega sjúkdóma þar lyf sýna allir því…
Posted by Sigurdur Holm Gunnarsson on Miðvikudagur, 18. apríl 2018