Kalt mat: Niðurstöður kosninga 2016

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

30/10/2016

30. 10. 2016

Hverjum þeim flokki sem samþykkir að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn skal hent á haugana. Vinstri grænir eru búnir að vera ef þeir fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki. Viðreisn verður þekkt fyrir að byrja á því að svíkja kosningaloforð ef hún fer undir sæng með Sjálfstæðismönnum og Framsókn. Samfylkingin hefur lítið að gera […]

Hverjum þeim flokki sem samþykkir að fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki eða Framsókn skal hent á haugana.

Vinstri grænir eru búnir að vera ef þeir fara í stjórn með Sjálfstæðisflokki.

Viðreisn verður þekkt fyrir að byrja á því að svíkja kosningaloforð ef hún fer undir sæng með Sjálfstæðismönnum og Framsókn.

Samfylkingin hefur lítið að gera í meirihluta.

Ég sé ekki möguleika á neinni meirihlutastjórn. Minnihlutastjórn VG, Pírata, Viðreisnar og BF með stuðningi Samfylkingar gæti verið skársti kostur.

Annars stjórnarkreppa og nýjar kosningar.

Deildu