Í dag, 10. september, er alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna.
Af því tilefni vil ég biðja ykkur að velta eftirfarandi staðreyndum fyrir ykkur:
- Árlega eru rúmlega hundrað einstaklingar lagðir inn á sjúkrahús vegna sjálfskaða.
- Um 30 til 40 einstaklingar svipta sig lífi á hverju ári (4-5 sinnum fleiri en deyja i umferðarslysum).
- Þunglyndi og kvíði eru helstu orsakir sjálfsvíga.
- Alvarlegt þunglyndi leggst á um 25% kvenna og 12% karla á lífsleiðinni.
- Talið er að einn af hverjum tíu með endurtekið þunglyndi svipti sig lífi.
- Samkvæmt klínískum leiðbeiningum Landspítalans (og flestra heilbrigðisstofnanna) er sálfræðimeðferð árangursríkasta meðferðin við þunglyndi og kvíða, þá sérstaklega hugræn atferlismeðferð (HAM).
- Í sömu klínísku leiðbeiningum er mælt með 16-20 sálfræðiviðtölum á 3-4 mánuðum og nokkrum eftirfylgdarviðtölum á næstu 3-6 mánuðum.
…
- Sálfræðiþjónusta er ekki niðurgreidd af Tryggingastofnun ríkisins.
- Hvert viðtal kostar um 10-15 þúsund krónur.
- Tuttugu sálfræðiviðtöl gætu því kostað allt að 300.000 krónur.
…
Niðurstaða: Heilbrigðiskerfið á Íslandi er sjúkt.