Brynjar Níelsson svarar strámanni

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/01/2014

4. 1. 2014

Kæri Brynjar. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að gefa þér tíma til svara bréfinu sem ég sendi þér í fyrradag um veraldlegt samfélag. Að því sögðu þá er ljóst að þú ert alls ekki að svara mér heldur einhverjum tilbúnum strámanni. Bréf mitt var tiltölulega skýrt og innihélt einfaldar spurningar. Í […]

Brynjar NíelssonKæri Brynjar. Ég vil byrja á því að þakka þér fyrir að gefa þér tíma til svara bréfinu sem ég sendi þér í fyrradag um veraldlegt samfélag. Að því sögðu þá er ljóst að þú ert alls ekki að svara mér heldur einhverjum tilbúnum strámanni. Bréf mitt var tiltölulega skýrt og innihélt einfaldar spurningar. Í staðinn fyrir að svara spurningum mínum beint kýstu að leggja allt kapp á að gagnrýna stefnu sem ég (og Siðmennt) aðhyllist alls ekki.

Nánast allt svar þitt fjallar um meinta andstöðu mína (og Siðmenntar) við fræðslu um kristna trú í skólum.  Þar sem að ég (og Siðmennt) hef alltaf verið hlynntur öflugri fræðslu um kristna trú í skólum kemur þessi áhersla þín mér á óvart.

Brynjar? Ertu að gera mér (og Siðmennt) upp skoðanir viljandi eða vissir þú í raun ekkert um skoðanir mínar (og Siðmenntar) áður en þú ákvaðst að svara? Ég veit ekki hvort svarið kemur betur (eða verr) út fyrir þig.

Í svari þínu segir þú:

„Það virðast margir halda að í trúfrelsi felist að stjórnvöld verði að gæta jafnræðis milli trúarbragða og því megi ekki fræða nemendur um kristin fræði umfram önnur trúarfræði eða lífsskoðanir. Það er mikill misskilningur. „

Eini mögulegi misskilningurinn hér er sá að ég (og Siðmennt) sé á móti fræðslu um kristna trú. Ég hef persónulega ótal sinnum svarað þessum rangtúlkunum í greinum og í fjölmiðlum.  Siðmennt hefur svo reglulega ályktað um að öflug trúarbragðafræðsla sé mikilvæg.  Tökum hér eitt dæmi af fjölmörgum:

„Það er því rík ástæða til að leiðrétta þann útbreidda misskilning að Siðmennt sé á móti fræðslu um kristni eða önnur trúarbrögð. Siðmennt er þvert á móti þeirrar skoðunar að mikilvægt sé að börn séu uppfrædd um helstu trúarbrögð heims. Félagið hefur einnig tekið skýrt frameðlilegt sé, vegna menningarsögulegra tengsla, að börn læri meira um kristna trú en önnur trúarbrögð.“ – Sjá:  Siðmennt styður “fræðslu” um kristni í skólum – Greinasafn um skóla og trú

Þar höfum við það. Meginuppistaðan í svari þínu er annað hvort byggð á vanþekkingu eða rangfærslum. Þú verður að svara því hvort á við.

Fátt annað í svari þínu er sérstaklega bitastætt. Ég er þó meira en til í að ræða við þig betur þegar þú ert a) búinn að svara betur spurningum mínum úr fyrra bréfi og b) útskýra af hverju þú ferð algerlega rangt með hugmyndir mínar og Siðmenntar um kristinfræðslu í skólum

Eins og gefur að skilja er ég orðinn svolítið þreyttur á því að leiðrétta í sífellu rangtúlkanir fólks á afstöðu minni og stefnu Siðmenntar á opinberum vettvangi.  Ég vona að ég sé ekki of kröfuharður þegar ég bið þig um að fara rétt með staðreyndir í opinberri umræðu. 

Bestu kveðjur,
Sigurður Hólm Gunnarsson

Deildu