RÚV þarf að laga vefinn sinn

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

08/11/2013

8. 11. 2013

Fréttatengt efni á RÚV er bara aðgengilegt á vefnum í mánuð eða svo*. Það er ekki í lagi. Ég ætlaði að rifja upp nýleg loforð stjórnmálamanna með því að skoða leiðtogaumræður og viðtöl við þá á RÚV fyrir síðustu kosningar. Ekkert af þessu efni er lengur aðgengilegt á vef RÚV. Þegar ég leita í Sarpinum […]

ruv-vefurFréttatengt efni á RÚV er bara aðgengilegt á vefnum í mánuð eða svo*. Það er ekki í lagi.

Ég ætlaði að rifja upp nýleg loforð stjórnmálamanna með því að skoða leiðtogaumræður og viðtöl við þá á RÚV fyrir síðustu kosningar.

Ekkert af þessu efni er lengur aðgengilegt á vef RÚV.

Þegar ég leita í Sarpinum svokallaða með leitarorðunum „Alþingiskosningar 2013“ fæ ég tengla á óvirk myndbönd þar sem segir: „ÞETTA EFNI ER EKKI LENGUR AÐGENGILEGT Á VEFNUM“.

Að tiltölulega nýlegt efni af þessu tagi sé ekki aðgenglegt á vefnum er bagalegt í ljósi þess að markmið Ríkisútvarpsins eru meðal annars að:

a) „mæta lýðræðislegum þörfum í íslensku samfélagi“

og

b) að „gera efni aðgengilegt almenningi með þeim hætti að hver og einn geti fengið aðgang að efninu og/eða þjónustunni á þeim stað og á þeirri stundu er hann sjálfur kýs.“

Ef RÚV ætlar ekki að bregðast lýðræðisskyldum sínum finnst mér lágmark að stofnunin tryggi að kjósendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum um loforð stjórnmálamanna fyrir síðustu kosningar.

Ég hvet hér með aðstandendur RÚV til að bregðast við.

* Hér er gagnleg athugasemd frá Elísabetu Ólafsdóttur sem ég bæti hér með við greinina (en stend þó við þá kröfu að efni sem þetta sé aðgengilegt miklu lengur á vef RÚV):

„Sæll. Fréttir eru aðgengilegar á vefnum í þrjá mánuði. Safnadeild RÚV er opin allt árið um kring. Þar er svæði sem kallast Hlemmur og þar er hægt að hlusta og horfa á allt efni RÚV. Safnið er opið alla virka daga:

kl. 09:00 – 17:00 frá september til maí
kl. 09:00 – 16:00 frá júní til ágúst

Síminn á safni RÚV er 515 3151. Netfang safnsins er safn@ruv.is“

Tengt:

Deildu