Ég er gjörsamlega brjálaður eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins. Ef marka má umfjöllunina virðist vera nokkuð ljóst að íslensku viðskiptahrægammarnir sem stjórnuðu hjúkrunarheimilinu Eir hafi farið verulega illa með gamalt og veikburða fólk sem „fjárfesti“ í öryggisíbúðum heimilisins. Annað hvort er hér um að ræða stórfellt gáleysi af hendi þáverandi stjórnar Eirar eða hreinræktaða svikamyllu.
Nú verður í það minnsta þrennt að gerast:
- Það verður að tryggja að gamalt fólk tapi ekki krónu vegna málsins. Hér er um raunverulegan forsendubrest að ræða sem stjórnvöld og eftirlitsaðilar bera nokkra ábyrgð á.
- Rannsaka þarf starfsemi Eirar og draga einstaklinga til ábyrgðar eftir atvikum.
- Tryggja verður að viðlíka geti ekki gerst aftur.
Það er ljótt samfélag sem getur ekki tryggt fólki sæmilegt öryggi í ellinni.
Nánar:
Umfjöllun Kastljóssins: Líður eins og í stofufangelsi