Íslenskir hrægammar spila með eldri borgara

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

21/05/2013

21. 5. 2013

Ég er gjörsamlega brjálaður eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins. Ef marka má umfjöllunina virðist vera nokkuð ljóst að íslensku viðskiptahrægammarnir sem stjórnuðu hjúkrunarheimilinu Eir hafi farið verulega illa með gamalt og veikburða fólk sem „fjárfesti“ í öryggisíbúðum heimilisins. Annað hvort er hér um að ræða stórfellt gáleysi af hendi þáverandi stjórnar Eirar eða […]

Eldri borgararÉg er gjörsamlega brjálaður eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins. Ef marka má umfjöllunina virðist vera nokkuð ljóst að íslensku viðskiptahrægammarnir sem stjórnuðu hjúkrunarheimilinu Eir hafi farið verulega illa með gamalt og veikburða fólk sem „fjárfesti“ í öryggisíbúðum heimilisins. Annað hvort er hér um að ræða stórfellt gáleysi af hendi þáverandi stjórnar Eirar eða hreinræktaða svikamyllu.

Nú verður í það minnsta þrennt að gerast:

  1. Það verður að tryggja að gamalt fólk tapi ekki krónu vegna málsins. Hér er um raunverulegan forsendubrest að ræða sem stjórnvöld og eftirlitsaðilar bera nokkra ábyrgð á.
  2. Rannsaka þarf starfsemi Eirar og draga einstaklinga til ábyrgðar eftir atvikum.
  3. Tryggja verður að viðlíka geti ekki gerst aftur.

Það er ljótt samfélag sem getur ekki tryggt fólki sæmilegt öryggi í ellinni.

Nánar:
Umfjöllun Kastljóssins: Líður eins og í stofufangelsi

Deildu