Skráið ykkur í Siðmennt hjá Þjóðskrá

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

06/05/2013

6. 5. 2013

Þann 3. maí síðastliðinn var mikilvægt mannréttindaskref stigið þegar Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi var lögformlega skráð sem fyrsta lífsskoðunarfélagið á Íslandi. Siðmennt er þannig fyrsta veraldlega félagið sem fær sambærileg réttindi og skyldur og trúfélög á Íslandi. Þann 30. janúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga  að breyta lögum um skráð trúfélög í lög […]

Siðmennt skráð lífsskoðunarfélagÞann 3. maí síðastliðinn var mikilvægt mannréttindaskref stigið þegar Siðmennt – félag siðrænna húmanista á Íslandi var lögformlega skráð sem fyrsta lífsskoðunarfélagið á Íslandi. Siðmennt er þannig fyrsta veraldlega félagið sem fær sambærileg réttindi og skyldur og trúfélög á Íslandi.

Þann 30. janúar 2013 samþykkti Alþingi Íslendinga  að breyta lögum um skráð trúfélög í lög um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög. Siðmennt sótti í kjölfar um skráningu og hefur sú skráning nú verið staðfest.

Hægt er að skrá sig í Siðmennt með því að fara eftir leiðbeiningum sem finna má á vefsíðu félagsins.

Nánar:

Deildu