Það skiptir engu máli hvað maður kýs…

Logo

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir

Ragnheiður Lára Guðrúnardóttir er fædd 1986 á Akranesi, á þrjá syni, tvo ketti en bara einn mann. Hún starfar sem félagsráðgjafi og hefur áhuga á samskiptum, samfélögum, manneskjum, pólitík og öðrum lífsins gæðum.

15/03/2013

15. 3. 2013

…, maður hefur engin áhrif hvort eð er Íslensk orðabók skilgreinir lýðræði sem „stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum.“ og „réttur og aðstaða einstaklinga og hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni“ . Fyrsta tilraun til lýðræðis var gerð í Aþenu […]

, maður hefur engin áhrif hvort eð er

Íslensk orðabók skilgreinir lýðræði sem „stjórnarfar þar sem almenningur getur með (leynilegum) kosningum haft úrslitavald í stjórnarfarsefnum.“ og „réttur og aðstaða einstaklinga og hópa til að láta í ljós vilja sinn og hafa áhrif á öll samfélagsleg málefni“ .

Fyrsta tilraun til lýðræðis var gerð í Aþenu 461 fk. og stóð í um 60 ár. Skipulagið var gott og átti að stuðla að því að almenningur gæti komið að pólitískri stefnumótun og skipulagi. Því miður voru gallar á lýðræðiskerfinu í Aþenu, það var seinvirkt og dýrt og leiddi svo til falls lýðveldisins.

Þó svo að það mætti segja að lýðveldið í Aþenu hafi ekki verið nægjanlega vel uppbyggt var það þó góð frumraun. Lýðræði er þannig kerfi sem er ekki fullskapað á einum degi heldur er það í stöðugri þróun. Í dag búa flestir einstaklingar í lýðræðisríkjum sem erum um 80 talsins.

Eitt af grundavallar atriðum í lýðræðisríkjum er að almenningur geti haft áhrif á stjórnmál sín lýðræðisríkis þá helst í gegnum formlegar kosningar. Í þessari grein verður  leitast við að svara fullyrðingunni „Það skiptir engu máli hvað maður kýs, maður hefur engin áhrif hvort eð er” út frá kenningum um lýðræði og kosningakerfi.

Beint lýðræði
Hreinasta mynd lýðræðis er „beint lýðræði“. Það er þegar almenningur tekur beinan þátt í pólitískum ákvörðunum án milliliða. Þjóðaratkvæðagreiðslur eru dæmi um það. Út frá fullyrðingunni „Það skiptir engu máli hvað maður kýs, maður hefur engin áhrif hvort eð er?“ myndi atkvæði einstaklings að sjálfsögðu skipta máli ef um beint lýðræði væri að ræða í formi þjóðaratkvæðagreiðslna, þá myndi það hafa bein áhrif á úrslit kosninga. Það eru þó margar ástæður fyrir því að þess konar lýðræðisfyrirkomulag myndi ekki ná fram að ganga, jafnvel ekki í svo fámennu ríki sem Ísland er. Sá sem stýrði því hvaða mál yrðu tekin fyrir í þjóðaratkvæðagreiðslu réði þannig mestu og það yrði bara lítill hluti allra þeirra mála sem þyrftu að komast á dagskrá. Einnig er ólíklegt að almenningur myndi hreinlega nenna að setja sig inn í öll þau mál sem yrðu á dagskrá sem yrði til þess að aðeins myndu þeir kjósa sem mikla hagsmuna hefðu að gæta. Einnig gæti komið upp sú staða, væru málin flókin, að einstaklingar myndu kjósa á móti hagsmunum sínum því þeir einfaldlega skildu ekki nákvæmlega hvaða áhrif niðurstöðurnar hefðu. Vegna þessa vankvæða þurfa lýðræðiskerfin að vera flóknari en svo að einstaklingur getir einfaldlega haft bein áhrif á stjórnkerfi í gegnum kosningar. Þá þarf að finna út hversu mikil áhrif einstaklingur eigi að hafa á opinbera stefnu ríkis og með hvaða hætti.

Þrjár kenningar um lýðræði
Ef við víkjum okkur aftur að fullyrðingunni „Það skiptir engu máli hvað maður kýs, maður hefur engin áhrif hvort eð er.” Verður að skoða hversu mikið samband eigi að vera á milli almennings og stjórnmálamanna í lýðræðisríkjum. Hve mikil áhrif á atkvæði einstaklings að hafa á opinbera stefnumótun lýðræðisríkis? Um það mál greindi þremur kenningasmiðum á, á tuttugustu öldinni.

Fyrst ber að nefna Joseph Schumpeter (1976). Hann kom með kenningu um samkeppnislýðræði sem gengur út á að samkeppni í kosningum sé nauðsynleg. Það skipti ekki megin máli hvort almenningur kjósi eða ekki, heldur að hann hafi um ólíka kosti að velja í kjörklefanum. Þannig megi líkja stjórnmálum til samkeppni einkafyrirtækja. Kenning Schumpeter gerir ekki ráð fyrir því að það þurfi að vera mikið samræmi á milli opinberrar stefnumótunnar og  óska almennings heldur geti almenningur losað sig við þá stjórnmálamenn sem þeir telji óhæfa.  Þá mætti segja að atkvæði einstaklings hefði í raun bara áhrif væri hann ósáttur við einn af stjórnmálamönnum og gæti þá strikað viðkomandi út af lista með því hefur hann þó ákveðið vald með atkvæði sínu.

Robert Dahl kom á sama tíma með kenningu um margræði og sagði tengslin á milli almennings og stjórnvalda vera fjölþætt. Valdið safnast ekki saman á einum stað heldur dreifist á marga. Milli valdhafana eru svo málamiðlanir en ekki samkeppni og það einkenni lýðræðið. Þannig eru formlegar kosningar bara einn áhrifaþáttur af mörgum á pólitíska stefnumótun en þó afar mikilvægar þar sem þær gefa kjósendum tækifæri á að koma skoðunum sínum á framfæri og stjórnmálamönnum að bregðast við. Því myndi atkvæði einstaklings skipta einhverju máli en þó væri það aðallega í höndum valdhafa að hafa áhrif á opinberra stefnumótun.

Síðast en ekki síst voru það fylgismenn Þáttökuskólans en þeir vildu meina að aðstæður samfélagsins hindri hluta almennings til að nýta sér þau formlegu þáttökuréttindi sem hann á. Félagslegur ójöfnuður dregur úr þátttöku fjölda fólks sem gerir það að verkum að lítill hluti samfélagsins og fulltrúar þeirra skipi flest þáttökusætin, ráði dagskránni og stýrir umræðunni. Fylgismenn þáttökuskólans telja að skilyrði lýðræðis sé gott samræmi á milli óska almennings og opinberrar stefnumótunnar.

Út frá þessum kenningum mætti segja að það atkvæði einstaklings hafi jú áhrif og því skipti það máli hvort hann kjósi eða ekki. Það fer þó eftir kenningunum hér að ofan hvers kyns áhrif atkvæðið hefur og hve mikil áhrif það hefur. Augsýnilegt er þó að líkurnar á því að atkvæði einstaklings skipti sköpum eru sáralitlar. Hvert og eitt atkvæði hefur þó mis mikið gildi eftir kosningakerfum og hversu mikil áhrif meiri- og minnihluti hafa á pólitíska stefnumótun.

Kosningakerfikosningar__jpg_960x960_q99
Lýðræðiskerfi ganga út frá því að finna aðferðir fyrir almenning til að tjá óskir sínar um það hvernig pólitísk stefnumótun eigi að vera. Til að koma móts við því voru fundin upp kosningakerfi. Tvö kerfi eru aðallega notuð en það eru meirihlutakerfi og hlutfallskerfi. Út frá fullyrðingunni „Það skiptir engu máli hvað maður kýs, maður hefur engin áhrif hvort eð er” er mikilvægt að skoða í hvers konar kerfi kosið er því það hefur mikið að segja um áhrif atkvæðis.

Meirihlutakerfi eða einfaldur meirihluti er þegar sá vinnur sem fær meirihluta atkvæða, alveg sama hve mörg atkvæði það eru. Þannig verður oft tveggja flokka samkeppni og sá sem vill kjósa þriðja flokkinn kastar í raun atkvæði sínu á glæ. Oft er fjallað um Westminester líkanið út frá meirihlutakerfum. Það líkan einkennist af lítt heftu meirihlutaræði. Út frá þessu mætti segja að það skipti ekki í raun máli hvað maður kjósi því maður hefur engin áhrif hvort eð er, ætli maður sér ekki að kjósa tvo efstu flokkana. Meirihlutakerfi er notað í forsetakosningum hér á landi.

Hlutfallskosningar er kerfi eins og er notað á Íslandi í alþingiskosningum. Í bókinni Íslenska stjórnmálakerfið segir að í hlutfallskosningum „er reynt að stuðla að samræmi á milli atkvæðisstyrk mismunandi stjórnmálaafla og þingstyrks þeirra“ (Gunnar Helgi Kristinsson, bls, 75). Samstöðulíkanið er oft notað í hlutfallskosningum en þá er reynt að hygla stærri flokkum til að koma í veg fyrir að þing skiptist niður í marga smáa flokka og að meirihlutamyndun ríkisstjórnar sé ekki í mörgum litlum flokkum.

Ýmsar aðferðir eru notaðar til að koma í veg fyrir marga litla flokka og á Íslandi er notuð sérstök reikniregla sem kallast d‘Hont reglan  til að hygla að stórum flokkum frekar en smáum. Hlutfallskosningar byggjast á listakosningum þar sem kjósendur geta útstrikað fulltrúa eða raðað listum upp á nýtt eftir eigin hendi. Í hlutfallskosningum hefur atkvæði einstaklings alltaf eitthvað gildi, en t.d. eins og á Íslandi þá hafa atkvæði kjósenda af landsbyggðinni meira gildi en á höfuðborgasvæðinu. Þó svo að flokkurinn sem einstaklingur kaus nái ekki meirihluta þá getur hann myndað samstarf við annað flokk og myndað ríkisstjórn.

Það skiptir engu máli hvað maður kýs, maður hefur engin áhrif hvort eð er?

hopmyndEn svörum fullyrðingunni: jú það skiptir máli, því í lýðræðisríki eins og t.d. Ísland er, er það mikilvægt að almenningur fái tækifæri á að segja skoðun sína í gegnum kosningar. Þá kemur það einnig í hlut stjórnmálamanna að koma til móts við kröfur almennings. Lýðræðisríki eru í stöðugri þróun og því þarf að taka skoðanir almennings gildar. Eitt atkvæði í kosningum er yfirleitt einungis dropi í hafið en þó ber manni sem samfélagsþegn í lýðræðisríki að nýta sér kosningarétt sinn, hann er ekki sjálfsagður.

Deildu