Stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

14/11/2012

14. 11. 2012

Hvenær ætlum við að skilja að stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki.  Þeir einu sem hagnast af þessu stríði eru ofbeldismenn, hrottar, lögfræðingar og stjórnmálamenn með einfaldar lausnir. Þeir sem tapa mest eru venjulegar fjölskyldur. Fullorðnir og börn. Reyndar helst þeir einstaklingar sem koma úr erfiðu félaglegu umhverfi. Fíkniefnastríðið er þannig einna helst […]

DrugsHvenær ætlum við að skilja að stríðið gegn fíkniefnum er stríð gegn venjulegu fólki.  Þeir einu sem hagnast af þessu stríði eru ofbeldismenn, hrottar, lögfræðingar og stjórnmálamenn með einfaldar lausnir. Þeir sem tapa mest eru venjulegar fjölskyldur. Fullorðnir og börn. Reyndar helst þeir einstaklingar sem koma úr erfiðu félaglegu umhverfi. Fíkniefnastríðið er þannig einna helst stríð gegn fátæku og varnarlausu fólki.

Það er skiptir engu hversu mörg mannsbörn eru gómuð við innflutning, hversu margir eru fangelsaðir, hversu mikið af ólöglegum efnum eru gerð upptæk. Það er alltaf til nóg. Hertar refsingar og aukið eftirlit hefur í besta falli í för með sér að efnin hækka í verði  á meðan neytendum fækkar lítið sem ekkert. Vandamál fíkla versna við hertar refsingar. Athugum það.

Byrjum á að lögleyfa „veikustu“ efnin handa fullorðnu fólki og skattleggjum ágóðan. Lögreglan og fangelsin geta þá einbeitt sér að því að sjá um ofbeldisfulla glæpamenn og vitleysinga sem selja börnum vímuefni. Um leið þurfa yfirvöld að margfalda þá fjárhæð sem fer í að hjálpa fíklum. Að sama skapir verður að stórefla stuðning til barna og unglinga sem búa við erfiðar félagslegar aðstæður og eru farin að nota vímugjafa, löglega sem ólöglega.

Nú er kominn tími til að einhver stjórnmálamaður þori að tala um þessi mál af raunsæi, hlýju og væntumþykju. Nú þurfum við að sameinast um hætta þessari vitleysu sem fíkniefnastríðið er og einbeita okkur að því að hjálpa fólki. Hjálpa fólki úr erfiðum félagslegum aðstæðum og fólki sem ánetjast vímuefnum. Lausnin felst í samhjálp og virðingu ekki refsingum og lögregluvaldi.

Deildu