Trú í lagi svo lengi sem trúariðkun er sleppt?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

20/09/2011

20. 9. 2011

Nokkurn veginn svona hljómar rökstuðningur Friðriks Schrams Kristskirkjuprests í Fréttablaðinu í dag. Það er ekkert að því að vera trúaður, svo lengi sem hinn trúaði iðkar ekki trú sína. Ég ítreka að trúhneigð er ekki það sama og trúariðkun. Við verðum að gera greinarmun á þessu tvennu og það geri ég. Til er trúað fólk […]

Nokkurn veginn svona hljómar rökstuðningur Friðriks Schrams Kristskirkjuprests í Fréttablaðinu í dag.

Það er ekkert að því að vera trúaður, svo lengi sem hinn trúaði iðkar ekki trú sína. Ég ítreka að trúhneigð er ekki það sama og trúariðkun. Við verðum að gera greinarmun á þessu tvennu og það geri ég. Til er trúað fólk sem biður ekki bænir og fer aldrei í kirkjur jafnvel þó því langi mikið til þess. Við eigum að elska hinn trúgjarna þótt við hötum trúna. Það stendur örugglega í einhverju mörg þúsund ára gömlu riti skrifuðu af fólki sem hélt að tunglið væri ostur.

Gáfulegt? Nei.

Já Friðrik þú gerir öðrum mein

Friðrik spyr í greininni:
„Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr.“

Já. Fordómar þínir gagnvart samkynhneigðum eru hættulegir og já þú gerir öðru fólki mein með orðum þínum. Til er fólk á öllum aldri sem líður vítiskvalir vegna fornaldarfordóma þinna og annarra gagnvart samkynhneigð. Til er fólk sem, ótrúlegt en satt, trúir bullinu í þér og heldur virkilega að það sé að syndga með kynhneigð sinni (fyrirgefðu, ég meina með því að stunda kynlíf sem þér þóknast ekki). Fordómar þínir og fáfræði valda vanlíðan, þunglyndi og jafnvel dauða. Eigðu það við samvisku þína…

Deildu