Enn skortur á kvenfólki

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

23/03/2011

23. 3. 2011

Árið 2002 skrifaði ég í hæðniskasti grein um stöðu kvenna á pólitískum vefritum (Greinina má lesa hér: Skortur á kvenfólki). Fésbókarvinkona mín rifjaði upp þessa grein í dag. Mér datt því í hug að kanna stöðu mála nú níu árum síðar. Óvísindalega niðurstöðu mína má sjá hér fyrir neðan. Í stuttu máli má segja að […]

Árið 2002 skrifaði ég í hæðniskasti grein um stöðu kvenna á pólitískum vefritum (Greinina má lesa hér: Skortur á kvenfólki). Fésbókarvinkona mín rifjaði upp þessa grein í dag. Mér datt því í hug að kanna stöðu mála nú níu árum síðar. Óvísindalega niðurstöðu mína má sjá hér fyrir neðan.

Í stuttu máli má segja að vinstri og miðjuöflin hafi bætt hlutdeild kvenna á meðan vefritin sem eru lengst til hægri hafi losað sig við þá einu konu sem þau þó höfðu 2002.

Niðurstaðan kemur ekki mikið á óvart. Það er enn töluverður skortur á kvenfólki, sérstaklega hægrisinnuðu kvenfólki.

Mér þykir nokkuð merkilegt að á vefsíðum frjálshyggjumanna (www.andriki.is og www.frjalshyggja.is) eru 22 karlmenn skráðir í ritstjórn eða stjórn. Ekki ein einasta kona. Hvernig stendur á því?

Vefrit sem voru til 2002:

www.briet.is
Ekki lengur til.

Niðurstaða:
2002 = 100% konur
2011 = Ekki lengur til

—–

www.deiglan.com
http://www.deiglan.com/index.php?itemid=10850

Þrettán skipa ritstjórn (Ritstjórn, Ritstjórar emeriti, Aðstoðarritsstjórar emeriti)

Þar af sex konur.

Niðurstaða:
2002 = 13% konur
2011 = 46% konur

—–

www.frelsi.is
http://www.frelsi.is/?action=heimdallur&id=231

Fjórir sitja í ritstjórn frelsi.is. Þar af ein kona.

Niðurstaða:
2002 = 13,6% konur
2011 = 25% konur

—–

www.frjalshyggja.is
http://www.frjalshyggja.is/index.php/um/stjorn-felagsins

Engar upplýsingar um ritstjórn en stjórn félagsins er skipuð 19 karlmönnum. Konurnar eru 19 færri.

Niðurstaða:
2002 = 0% konur
2011 = 0% konur

—–

www.kreml.is
Ekki lengur til.

Niðurstaða:
2002 = 0% konur
2011 = Ekki lengur til

—–

www.suf.is
http://www.suf.is/um-suf/stjorn/

Engar upplýsingar um ritstjórn. En aðalstjórn er skipuð tólf einstaklingum. Þar af eru sex konur.

Helmingur aðalstjórnar er því af sterkara kyninu. Formaður framkvæmdastjórnar er þó karl sem tryggir formlega yfirburði drengjanna.

Niðurstaða:
2002 = 0% konur
2011 = 50% konur

—–

www.sellan.is
Ekki lengur til.

Niðurstaða:
2002 = 25% konur
2011 = Ekki lengur til

—–

www.uvg.vg (núna vinstri.is)
http://www.vinstri.is/ung-vinstri-graen/stjorn-ungra-vinstri-graenna/

Engar upplýsingar um ritstjórn. Átta eru í stjórn Ungra vinstri grænna. Helmingurinn konur.

Niðurstaða:
2002 = 44% konur
2011 = 50% konur

—–

www.politik.is
http://www.politik.is/upplysingar/framkvaemdastjorn-ungra-jafnadarmanna/

Fann ekki upplýsingar um ritstjórn. Sjö skipa framkvæmdastjórn þar af eru fjórar konur. Framkvæmdastjórinn er að auki kona.

Niðurstaða:
2002 = 36% konur
2011 = 57% konur (63% sé framkvæmdastjórinn tekinn með)

—–

www.andriki.is
http://www.andriki.is/andriki/ritstjorn.html

Þrír sitja í ritstjórn Vefþjóðviljans. Enginn þeirra er kona.

Niðurstaða:
2002 = 17% konur
2011 = 0% konur

—–

Nýlegri síður sem ekki voru til 2002:

amx.is
http://www.amx.is/um/

Einn er skráður í ritstjórn AMX. Hann er ekki kona.

Niðurstaða:
0% konur

—–

svipan.is
http://www.svipan.is/?page_id=2

Sex sitja í ritstjórn Svipunnar. Þar af tvær konur.

Niðurstaða:
33% konur

—–

Deildu