Bruðl í utanríkisþjónustunni

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

17/11/2010

17. 11. 2010

Samstarf við aðrar þjóðir er mikilvægt. Að sama skapi skiptir máli að Íslendingar á erlendri grund fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að séríslensk sendiráð og rándýrir sendiráðsbústaðir eru bruðl á kostnað skattgreiðenda. Væri ekki hægt gera samning til dæmis við önnur Norðurlönd á fleiri stöðum […]

Samstarf við aðrar þjóðir er mikilvægt. Að sama skapi skiptir máli að Íslendingar á erlendri grund fái þá þjónustu sem þeir þurfa á að halda. Það breytir ekki þeirri skoðun minni að séríslensk sendiráð og rándýrir sendiráðsbústaðir eru bruðl á kostnað skattgreiðenda. Væri ekki hægt gera samning til dæmis við önnur Norðurlönd á fleiri stöðum og reka sendiráð með þeim og spara þannig kostnað við að reka húsnæði fyrir mörg hundruð milljónir?

Veislur, þjónar og sundlaugar
Mikill íburður fylgir oft svokölluðum sendiráðsbústöðum. Sendiráðsbústaðir eru í senn heimili sendiherra og vettvangur fyrir móttökur og ýmiskonar veislur. Þessir bústaðir eru oft fáránlega dýrir í rekstri. Nýi sendiráðsbústaðurinn í London kostar víst um 850 milljónir (sá gamli var seldur á 1.700 milljónir en það er önnur saga). Er virkilega ekki hægt að finna einhverja holu sem kostar eitthvað minna?

Þarf að halda allar þessar móttökur og veislur? Er hægt að fara fram á að fá upplýsingar frá utanríkisráðuneytinu hversu margar veislur eru haldnar í ráðherrabústöðunum, hverjum er boðið, hver er tilgangurinn með þeim og hvað slíkar veislur kosta?

Fyrir nokkrum árum var mér, ásamt öðru ungu fólki, boðið í veislu í sendiráðsbústaðnum í Brussel. Boðið var upp á flottan mat og vín. Einnota handklæði voru á klósettinu og auðvitað voru þjónar út um allt. Svo var þessi flotta sundlaug í garðinum. Mér leið illa í þessum aðstæðum. Bæði vegna þess að mér blöskraði íburðurinn en líka vegna þess að ég passaði ekki vitund inn í þetta umhverfi. Var með sítt hár, í leðurjakka og átti engin jakkaföt (sem var mjög illa séð af skipuleggjanda ferðarinnar).

Deildu