GNARR – skemmtileg mynd, ómetanleg heimild

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

12/11/2010

12. 11. 2010

Ég fór á sérstaka forsýningu myndarinnar GNARR í gær og hló úr mér lungun. GNARR er ómetanleg heimild um Besta Flokks byltinguna. Framleiðendur myndarinnar fegnu leyfi til að fylgja Jóni Gnarr eftir frá því hann bauð sig fram og alveg þar til að hann var orðinn borgarstjóri. Myndskeið af hugarflæðisfundum flokksins þar sem „stefnumálin“ voru […]

Ég fór á sérstaka forsýningu myndarinnar GNARR í gær og hló úr mér lungun. GNARR er ómetanleg heimild um Besta Flokks byltinguna.

Framleiðendur myndarinnar fegnu leyfi til að fylgja Jóni Gnarr eftir frá því hann bauð sig fram og alveg þar til að hann var orðinn borgarstjóri. Myndskeið af hugarflæðisfundum flokksins þar sem „stefnumálin“ voru fundin upp eru sérstaklega áhugaverð og myndirnar sem sýndar eru af svipbrigðum fjölmiðlafólks, kjósenda og pólitíkusa  við „ruglinu“ í Gnarr og félögum eru óborganlegar.

Persónulega veit ég ekki enn hvað mér finnst um Jón Gnarr sem borgarstjóra eða um Besta flokkinn almennt. Ég treysti mér ekki til að kjósa hann, þó mig hafi langað að gera það á tímabili. Það er samt eitthvað svo dásamlegt við þetta framboð og í raun held ég að það hafi verið nauðsynlegt.

Jón Gnarr er miklu klárari en hann lítur oft út fyrir að vera í fjölmiðlum. Enda kemur fram í myndinni að hann hafi sérstaklega ákveðið í hinum ýmsu viðtölum að leika „simpleton“ eða einfeldning. Jón Gnarr setti upp leikrit til að hrista upp í fólki. Hann skipulagði fyrirfram að ganga út af fundum, segja eitthvað heimskulegt eða þykjast ekkert vita bara til þess að athuga viðbrögðin.

Ég hvet alla til að fara á þessa mynd í bíó. Ekki bara vegna þess að myndin er virkilega skemmtileg og mikilvæg heimild. Heldur líka vegna þess að ég veit að myndin var framleidd án nokkurra styrkja og fjármögnuð fyrst og fremst af framleiðindunum  sjálfum þeim Sigvalda Kárasyni og Birni Ófeigssyni. Báðir þessir menn eru miklir töffarar og eiga ekkert nema gott skilið fyrir gera svona skemmtilega mynd.

Deildu