Fyrirspurn Þjóðkirkjunnar vegna stjórnalagaþings svarað

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

10/11/2010

10. 11. 2010

Verkefnastjórar á Biskupsstofu hafa sent öllum frambjóðendum til stjórnlagaþings fyrirspurn um afstöðu frambjóðenda til sambands ríkis og kirkju. Hér fyrir neðan er mitt svar og neðst er að finna bréfið sem barst frá Biskupsstofu. Kæri viðtakandi, Ég þakka ykkur fyrir fyrirspurnina. Afstaða mín til 62. greinar stjórnarskrárnar er skýr og öllum aðgengileg á kosningasíðu minni: […]

StjórnarskráVerkefnastjórar á Biskupsstofu hafa sent öllum frambjóðendum til stjórnlagaþings fyrirspurn um afstöðu frambjóðenda til sambands ríkis og kirkju. Hér fyrir neðan er mitt svar og neðst er að finna bréfið sem barst frá Biskupsstofu.

Kæri viðtakandi,

Ég þakka ykkur fyrir fyrirspurnina. Afstaða mín til 62. greinar stjórnarskrárnar er skýr og öllum aðgengileg á kosningasíðu minni: http://www.facebook.com/sigurd.holm.a.stjornlagathing

1.       Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
Úr stefnuskrá: „Afnema þarf ákvæði um sérstaka vernd Þjóðkirkjunnar. Stjórnarskrá Íslands á að tryggja fullt trúfrelsi og jafnræði borgaranna óháð lífsskoðun þeirra. Því þarf að fella niður 62. grein stjórnarskrárinnar.“

2.       Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?
Rétt eins og 70% þeirra sem skráðir eru í Þjóðkirkjuna þá styð ég aðskilnað ríkis og kirkju (sjá könnun Capacent 2009). Taka ber fram að ríki og kirkja verða ekki aðskilin með því einu að fella niður 62. greinina í stjórnarskrá. En það er þó það eina sem ég tel að stjórnlagaþing geti tekið afstöðu til.

Annars velti ég því fyrir mér hvort það sé ekki svolítið óviðeigandi að stærsti söfnuður landsins og sá eini sem nýtur verndar í stjórnarskrá skipti sér af stjórnlagaþingskosningum með þessum hætti. Hvað finnst ykkur? Sérstaklega í ljósi þess að talsmenn Þjóðkirkjunnar, þar á meðal æðstu menn hennar, hafa að langmestu leiti talað gegn aðskilnaði ríkis og kirkju, þvert á réttlætissjónarmið og vilja almennings?

Virðingafyllst,
Sigurður Hólm Gunnarsson

______________

Bréf Biskupsstofu:

Kæri frambjóðandi til stjórnlagaþings,

Biskupsstofa vill stuðla að upplýstri umræðu um skipan kirkjumála í stjórnarskrá Íslands en ein grein hennar fjallar sérstaklega um þjóðkirkjuna.

Frambjóðendur til stjórnlagaþings, sem ætlað er að að endurskoða stjórnarskána, hafa gefið mismiklar upplýsingar um stefnumál sín og áherslur svo sem um afstöðu sína til sambands ríkis og þjóðkirkju.

Það hlýtur því að skipta kirkjuna og söfnuði landsins máli hver afstaða einstakra frambjóðenda er til þessarar greinar og eins hvernig þeir vilja að sambandi ríkis og þjóðkirkju sé háttað. Það skiptir raunar máli fyrir öll trúfélög í landinu.

Biskupsstofa fer þess visamlegast á leit við þig að þú gerir í stuttu máli grein fyrir afstöðu þinni til 62. gr. stjórnarskrárinnar sem hljóðar svo:

„Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda. Breyta má þessu með lögum.”

1. Telur þú þörf á að breyta þessari grein? Ef svo er hvernig?
2. Hver er afstaða þín til núverandi sambands ríkis og þjóðkirkju?

Svör frambjóðenda verða birt á vef þjóðkirkjunnar, kirkjan.is, eftir því sem þau berast og kynnt fjölmiðlum.

Könnuninni er svarað á vefnum og við munum senda hana út á morgun. Ef þú hefur frekari spurningar um þetta, vilt ekki svara könnuninni eða fá frekari skeyti frá okkur biðjum við þig að láta okkur vita með tölvupósti á arni.svanur.danielsson@kirkjan.is eða steinunn.bjornsdottir@kirkjan.is.

Með kveðju,
Árni Svanur Daníelsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir,
verkefnisstjórar á Biskupsstofu.
______________

Sjá nánar:

Vinsamlegast smellið á „Like“ til að styðja framboð mitt:

Deildu