Kynferðisbrot hjá Vottum Jehóva þögguð niður?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

07/11/2010

7. 11. 2010

Í síðasta blaði Fréttatímans (sjá pdf útgáfu blaðsins) er fjallað um hvernig „öldungar“ í Vottum Jehóva þögguðu niður ásakanir um kynferðisbrot. Hefur þetta mál verið rannsakað? Vonandi fylgir einhver góður blaðamaður þessu máli eftir. Svona mál verður að upplýsa. Úr Fréttatímanum 5. – 7. nóvember 2010, blaðsíðu 32-33: _____________ Hylmt yfir kynferðisbrot […] Svo sagði […]

Í síðasta blaði Fréttatímans (sjá pdf útgáfu blaðsins) er fjallað um hvernig „öldungar“ í Vottum Jehóva þögguðu niður ásakanir um kynferðisbrot. Hefur þetta mál verið rannsakað? Vonandi fylgir einhver góður blaðamaður þessu máli eftir. Svona mál verður að upplýsa.

Úr Fréttatímanum 5. – 7. nóvember 2010, blaðsíðu 32-33:

_____________

Hylmt yfir kynferðisbrot

[…] Svo sagði ég mig úr söfnuðinum árið 2004 og með því sagði ég mig úr hjónabandinu.“ Hvað varð til þess að þú ákvaðst að stíga það skref?

„Stór ástæða þess að ég fékk algjöran viðbjóð á söfnuðinum var sú að réttlætiskennd minni var storkað illilega. Ég fylgdist með máli innan safnaðarins þar sem maður nokkur misnotaði ung börn. Æðstustrumpar safnaðarins, þ.e. öldungarnir, tóku málið í sínar hendur og maðurinn slapp með að fá áminningu á samkomu. Það var það eina.

Ég spurði öldungana hvort lögreglan hefði hafið rannsókn á þessu kynferðisbrotamáli. Ég veit nefnilega til að slík mál hafi verið þögguð niður innan safnaðarins í gegnum tíðina. Þeir brugðust ókvæða við og sögðu að ég skyldi treysta á söfnuðinn og Guð. Málin væru í farvegi og veraldlegum stjórnvöldum skyldi ekki blandað í þetta þar sem ill umræða um söfnuðinn myndi fara af stað innan þjóðfélagsins. Sem sagt:

Litið var fram hjá lögum og reglum landsins. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vottar Jehóva hylma yfir með barnaníðingum og því miður sennilega ekki í það síðasta.

Þarna fékk ég svo innilega nóg! Mér var heiftarlega misboðið og réttlætiskenndin öskraði innra með mér. Annað mikilvægt atriði er að einn náungi í söfnuðinum er í rannsóknarlögreglunni og raunar innan deildarinnar sem sinnir kynferðisafbrotum. Almennt séð er ekki mælt með því að menn innan safnaðarins starfi fyrir lögregluna en þessi maður var í lögreglunni áður en hann kynntist heilaþvottavélinni.

Annars er talið mjög varhugavert að menn taki að sér störf sem snúa að svo veraldlegum þáttum þjóðfélagsins því bjargræði Vottanna er ríki Guðs sem þeir bíða spenntir eftir að taki alla stjórn hér á jörðinni.“

_____________

[Leturbreytingar mínar]

Deildu