The Dirt – Sagan af Mötley Crue

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

31/01/2010

31. 1. 2010

„Motley Crue: The Dirt – Confessions of the World’s Most Notorious Rock Band“ er einstaklega áhugaverð bók og listilega vel skrifuð. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um sögu glysrokkbandsins Mötley Crue. Ég var nú aldrei mikill aðdáandi Mötley en hafði þó mjög gaman að plötu þeirra Dr. Feelgood, sem var söluhæsta plata […]

„Motley Crue: The Dirt – Confessions of the World’s Most Notorious Rock Band“ er einstaklega áhugaverð bók og listilega vel skrifuð. Eins og titillinn gefur til kynna fjallar hún um sögu glysrokkbandsins Mötley Crue. Ég var nú aldrei mikill aðdáandi Mötley en hafði þó mjög gaman að plötu þeirra Dr. Feelgood, sem var söluhæsta plata þeirra.

Lífsreynslusögurnar í þessari bók eru óborganlegar og er ég viss um að flestir hefðu gaman að því að lesa þær, algerlega óháð því hvort lesendur hafi verið aðdáendur eða hlusti á rokk yfirleitt.  Hver hefur ekki gaman af sögum um fyllerí, dóp, „dömur“ og aðra vitleysu? (Dæmi: Ozzy Osbourne stelur kjól af gamalli konu og sigrar ógeðslegu-keppni með því að lepja upp eigið hland).

Það sem kemur þó mest óvart í umræddri bók er hvernig fjallað er um mannlega þáttinn. Þessir, einu sinni, heimsfrægu rokkarar sem áttu og gátu allt voru þegar upp er staðið lítið annað ein einmanna nördar sem þráðu heitast að eignast heilbrigða fjölskyldu, konu og börn.

Stórgóð bók sem fær mann til að hlægja, skammast sín fyrir hönd annarra og á tímum fella tár.

Deildu