Europe snýr aftur

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/12/2009

11. 12. 2009

Ég veit að það er bannað að viðurkenna það en sænsk/norska rokksveitin Europe hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég varð aðdáandi á gullaldarárum þeirra í kringum 1986 þegar hin magnaða plata „The Final Countdown“ kom út og hef í raun verið aðdáandi allar götur síðan. Flestir þekkja Europe af ofursmellunum „The Final […]

Ég veit að það er bannað að viðurkenna það en sænsk/norska rokksveitin Europe hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég varð aðdáandi á gullaldarárum þeirra í kringum 1986 þegar hin magnaða plata „The Final Countdown“ kom út og hef í raun verið aðdáandi allar götur síðan. Flestir þekkja Europe af ofursmellunum „The Final Countdown“ og „Carrie“, sem eru reyndar langt frá því að vera þeirra bestu lög.

Færri vita að Europe eru enn að spila og gefa út efni. Nýjasta „platan“ þeirra, „Last Look at Eden“, kom út fyrr á þessu ári og er ótrúlega góð. Ég á til með að vísa hér þau lög sem heilla mig hvað mest.

Last Look at Eden – Titillag nýju plötunnar. Hressandi slagari sem minnir á gamla tíma.

httpvhd://www.youtube.com/watch?v=y48PTClxPVw

New Love in Town – Falleg ballaða sem gefur Carrie ekkert eftir

httpvhd://www.youtube.com/watch?v=Gbfu5t_iop0

In my Time – Besta lag nýju plötunnar að mínu mati. Róleg og einstaklega falleg rokkballaða.

httpvhd://www.youtube.com/watch?v=ucQZTHNdxtQ

Europe – 1986:

Europe árið 1986 - Glysrokkað útlit

Europe árið 1986 - Glysrokkað útlit

Europe – 2009

Europe - 2009 - Varaliturinn horfinn og búið að henda krullujárninu.

Europe 2009 - Varaliturinn horfinn og búið að henda krullujárninu.

Deildu