Þann 10. október næstkomandi er Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn. Haldið verður upp á daginn í göngugötunni í Mjódd og í húsakynnum Hugarafls að Álfabakka 16 frá kl. 13:00 – 16:30. Fjölbreytt dagsskrá verður á staðnum. Boðið verður upp á skemmtiatriði af ýmsum toga fyrir fólk á öllum aldri auk þess sem kynningarbásar verða í göngugötunni þar sem boðið verður upp á fræðslu um geðheilbrigðismálum. Bæði notendur og starfsmenn geðhelbrigðisþjónustunnar sjá um fræðslu og dagsskrá. Ég hvet alla til að koma við og kynna sér málefni geðfatlaðra.
Nánari upplýsingar um Alþjóða geðheilbrigðisdaginn er að finna á vefsíðu dagsins www.10okt.com.