Losing Faith in Faith

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

03/11/2008

3. 11. 2008

Losing Faith in Faith Eftir: Dan Barker Umfjöllun: Dan Barker var bókstafstrúarmaður og farandspredikari. Hann trúði á sköpunarsöguna, alvaldan Guð og að Jesú Kristur væri frelsari sinn. Barker var þekktur fyrir að búa til kristileg lög og hann skrifaði trúartexta fyrir börn.  Smá saman fór Barker þó að efast og með efanum fylgdi forvitni. Hann […]

Losing Faith in Faith Eftir: Dan Barker Umfjöllun: Dan Barker var bókstafstrúarmaður og farandspredikari. Hann trúði á sköpunarsöguna, alvaldan Guð og að Jesú Kristur væri frelsari sinn. Barker var þekktur fyrir að búa til kristileg lög og hann skrifaði trúartexta fyrir börn.  Smá saman fór Barker þó að efast og með efanum fylgdi forvitni. Hann byrjaði að lesa meira um trúarbrögð og heimspeki. Hann las bækur eftir Thomas Paine, Robert Ingersol og fleiri fríþenkjara og fljótlega var Barker ekki lengur bókstafstrúarmaður heldur frekar „barnatrúar“.

loosing_faith_in_faithHann trúði áfram á ópersónulegan guð en var farinn að hafna kraftaverkunum og goðsögunum. Í dag er Dan Barker trúleysingi og fríþenkjari. Í þessari bók segir Barker okkur frá því hvernig hann missti trúna og breyttist í trúleysingja. Hann fjallar um trú, siðferði og heimspeki listilega vel og gefur einstaka innsýn inn í ferðalag bókstafstrúarmanns í átt að trúleysi.

Dan Barker á Wikipedia

Deildu