Warrel Dane – Praises to the War Machine

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

22/06/2008

22. 6. 2008

Einn af mínum uppáhalds söngvurum er án nokkurs vafa Warrel Dane, söngvari Nevermore og þar áður söngvari Sanctuary. Að sama skapi eru böndin sem hann hefur „frontað“ að mínu mati með frambærilegustu metal böndum sem til hafa verið. Nú hefur Warrel Dane gefið út sína fyrstu sólóplötu sem ég hvet alla rokk og metal aðdáendur […]

Einn af mínum uppáhalds söngvurum er án nokkurs vafa Warrel Dane, söngvari Nevermore og þar áður söngvari Sanctuary. Að sama skapi eru böndin sem hann hefur „frontað“ að mínu mati með frambærilegustu metal böndum sem til hafa verið. Nú hefur Warrel Dane gefið út sína fyrstu sólóplötu sem ég hvet alla rokk og metal aðdáendur til að kynna sér. Platan ber heitið – Praises to the War Machine og er hún með því allra besta sem Warrel Dane hefur gefið út. Röddin hans er enn mögnuð og textarnir djúpir og vel skrifaðir (eitthvað sem er alltof sjaldgæft þegar kemur að metal textum).

Sjá nánar (YouTube):
Warrel Dane fjallar um Praises to the War Machine – 1. hluti.
Warrel Dane fjallar um Praises to the War Machine – 1. hluti.

Lög af „Praises to the War Machine“ á YouTube

Deildu