Af hverju er hlegið að sköpunarsinnum?

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

27/04/2008

27. 4. 2008

Mörg áhugaverð og fræðandi myndbönd er hægt að finna á vefsetrinu YouTube. Eins og flestir vita er mikið rætt um sköpunarsögu biblíunnar í Bandaríkjunum (og reyndar víðar, jafnvel hér á Íslandi). Gríðarlega öflugur þrýstihópur bókstafstrúaðra Bandaríkjamanna gerir sitt besta til tryggja að sköpunarsagan verði kennd í opinberum skólum sem vísindi. Fjölmargir háttsettir menn innan bandaríska […]

Mörg áhugaverð og fræðandi myndbönd er hægt að finna á vefsetrinu YouTube. Eins og flestir vita er mikið rætt um sköpunarsögu biblíunnar í Bandaríkjunum (og reyndar víðar, jafnvel hér á Íslandi). Gríðarlega öflugur þrýstihópur bókstafstrúaðra Bandaríkjamanna gerir sitt besta til tryggja að sköpunarsagan verði kennd í opinberum skólum sem vísindi. Fjölmargir háttsettir menn innan bandaríska stjórnkerfisins afneita þróunarkenningu Darwins og vilja að útgáfa af sköpunarsögunni, sem þeir kalla kenninguna um „vitræna hönnun“, verði kennd í skólum samhliða þróunarkenningunni. Í þessari myndaröð (sem nú þegar inniheldur 23 myndbönd og þeim fer fjölgandi) er sagt skemmtilega frá því hvers vegna vísindamenn almennt hlægja að sköpunarsinnum. Vanþekking þekktustu sköpunarsinna veraldar á vísindalegum vinnubrögðum er vægast sagt stórkostleg.

Why do people laugh at creationists? (part 1)

Hin myndböndin er hægt að skoða hér…

Deildu