Think to Win

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

07/04/2008

7. 4. 2008

Eftir: S. Cannavo Umfjöllun: Gagnleg og fræðandi bók fyrir þá sem vilja auka færni sína í rökræðum og rökhugsun. Því miður er kennsla í rökfræði ekki hluti af almennu námi í skólum hér á landi. Það er sorglegt því fátt er eins mikilvægt og að geta vegið og metið upplýsingar. Ólíkt því sem margir halda […]

Eftir: S. Cannavo

Umfjöllun:
Gagnleg og fræðandi bók fyrir þá sem vilja auka færni sína í rökræðum og rökhugsun. Því miður er kennsla í rökfræði ekki hluti af almennu námi í skólum hér á landi. Það er sorglegt því fátt er eins mikilvægt og að geta vegið og metið upplýsingar.

Ólíkt því sem margir halda þá er rökhugsun ekki meðfæddur hæfileiki heldur lærður. Auðvitað á fólk misauðvelt með að tileinka sér rökhugsun en það sama má segja um lestur. Við erum fædd misvel undir það búin að læra að lesa en öll höfum við augljóslega gott af því að fá kennslu og æfingu í lestri. Það sama á við um rökhugsun. Þessi bók er vel skrifuð og er ætluð almenningi. Lesandi þarf ekki að vita neitt um heimspeki til að geta skilið þessa bók. Fyrir utan það að vera gagnleg er þessi bók mjög skemmtilegt aflestrar.

Deildu