Kristileg kærleiksblóm spretta

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

08/12/2007

8. 12. 2007

Merkilegt hvað umburðarlyndið er mikið gagnvart Siðmennt. Síminn hefur varla stoppað hjá formanni félagsins þar sem hann er ásakaður um að vera nasisti, kommúnisti og annað miður skemmtilegt. Svo virðist það fara í taugarnar á sumum að formaður Siðmenntar skuli vera ættaður frá útlöndum. Hér er ein falleg orðsending sem Siðmennt barst í gær: „Niður […]

Merkilegt hvað umburðarlyndið er mikið gagnvart Siðmennt. Síminn hefur varla stoppað hjá formanni félagsins þar sem hann er ásakaður um að vera nasisti, kommúnisti og annað miður skemmtilegt. Svo virðist það fara í taugarnar á sumum að formaður Siðmenntar skuli vera ættaður frá útlöndum. Hér er ein falleg orðsending sem Siðmennt barst í gær:

„Niður með þetta ógeðslega fyrirbæri sidmennt,bara orðið sjálft er hallærislegt ,hvað þýðir það?
Og snauti Hope Knútsson aftur til Amríku til ruglaða fólksins sem þar býr.“

Það má með sanni segja að kristileg kærleiksblóm spretti þessa dagana.

Deildu