Ron Paul – ný hetja netvæddra repúblíkana

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/07/2007

18. 7. 2007

Ný stjarna repúblíkana er fædd. Ron Paul berst fyrir að verða útnefndur næsti forsetaframbjóðandi repúblíkana og er orðinn ansi vinsæll á netinu. Á hann sér þekkta aðdáendur á borð við sjónvarpsstjörnuna Bill Maher. Reyndar mælist Ron Paul ekki með nema um tveggja prósenta fylgi sem stendur en það gæti breyst. Kannanir benda til þess að […]

Ný stjarna repúblíkana er fædd. Ron Paul berst fyrir að verða útnefndur næsti forsetaframbjóðandi repúblíkana og er orðinn ansi vinsæll á netinu. Á hann sér þekkta aðdáendur á borð við sjónvarpsstjörnuna Bill Maher. Reyndar mælist Ron Paul ekki með nema um tveggja prósenta fylgi sem stendur en það gæti breyst. Kannanir benda til þess að flestir sem ná að heyra hann halda ræðu verði mjög hrifnir. Hörð afstaða hans gegn stríðinu í Írak er það sem gerir Paul helst umdeildan meðal repúblíkana sem annað hvort hata hann eða elska. Andstaða hans við stríðsrekstur vakti áhuga minn í fyrstu (enda óvenjulegt af repúblíkana að hafa slíka afstöðu) en eftir að hafa skoðað önnur stefnumál hans sé ég maðurinn er mesti íhaldsdurgur.
Sem dæmi vill hann banna fóstureyðingar, er á móti öllum skattahækkunum, hann vill koma í veg fyrir að innflytjendur setjist að í BNA (og þeir eiga alls ekki að fá neina heilbrigðisþjónustu), hann er á móti öllum alþjóðlegum samtökum (þar á meðal Sameinuðu þjóðunum og Alþjóðlega stríðsglæpadómsstólnum) og að sjálfsögðu telur hann stefnumál sín vera í anda Jesú Krist og að öll réttindi manna séu frá Guði komin.

Bandarísk pólitík er undarleg…

Sjá nánar:
Heimasíða Ron Paul

Deildu