Ég og kærastan mín fórum á tónleika með hljómsveitinni Hraun í gærkvöldi. Tónleikarnir voru haldnir á Græna Hattinum (á Akureyri fyrir ykkur borgarbörnin). Af einhverjum ástæðum hafði ég aldrei heyrt um þetta band áður, en ég er sannfærður um að ég eigi eftir að heyra meira frá því í framtíðinni. Þessir tónleikar voru vægast sagt stórkostlegir. Svavar Knútur, söngvari sveitarinnar, söng eins og engill og tónlistinn í senn falleg, melankólísk og hressandi. Þó tónlistin hafi verið hádramatísk og tilfinningaþrungin á köflum (ég fékk tár í augun og gæsahúð) var stutt í hláturinn enda hljómsveitarmeðlimir afar fyndnir og skemmtilegir. Ég hvet alla til að kynna sér Hraun og nýja diskinn þeirra „I can’t believe it’s not happiness“
Sjá nánar:
Vefsíða Hrauns