Undur heimsins

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

11/07/2007

11. 7. 2007

Hér er vísun á tvö netmyndbönd fyrir þau ykkar sem vilja spá í hversu magnaður og undarlegur heimurinn og tilveran er. Í fyrra myndbandinu er farið í ferðalag um alheiminn sem sýnir skemmtilega frá því hversu stórfenglegur alheimurinn er. Í seinna myndbandinu er fjallað um undur hins agnarsmáa, öreindirnar sem alheimurinn (og þar með við […]

Hér er vísun á tvö netmyndbönd fyrir þau ykkar sem vilja spá í hversu magnaður og undarlegur heimurinn og tilveran er. Í fyrra myndbandinu er farið í ferðalag um alheiminn sem sýnir skemmtilega frá því hversu stórfenglegur alheimurinn er. Í seinna myndbandinu er fjallað um undur hins agnarsmáa, öreindirnar sem alheimurinn (og þar með við sjálf) samanstendur af. Öreindir hegða sér vægast sagt undarlega (frá sjónarhorni okkar mannanna). Það skiptir nefnilega máli hvort einhver (eða eitthvað) fylgist með þeim hvernig þær haga sér. Ég veit þetta hljómar undarlega en svona er heimurinn. Mæli sérstaklega með bókunum: „Quantum Enigma: Physics Encounters Consciousness“ og „In Search of Schrödinger’s Cat: Quantum Physics and Reality“ fyrir þá sem vilja reyna að skilja skammteðlisfræði. Ég segi „reyna að skilja“ því ég held að enginn skilji skammteðlisfræði til fullnustu.

Sjá nánar:
Milkyway and Beyond

Dr Quantum – Double Slit Experiment

Deildu