Ég, Satan!

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

13/11/2006

13. 11. 2006

Samkvæmt öruggum heimildum er ég fulltrúi Satans hér á jörð. Þetta segir grunnskólakennari á Akureyri og einn helsti fulltrúi kristilegs kærleiks og siðferðis á Íslandi. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég er áminntur á það hversu jarðtengdir allir þeir einstaklingar eru sem fá að kenna íslenskum börnum í okkar ágæta menntakerfi. “Eru þá þeir aðilar […]

Samkvæmt öruggum heimildum er ég fulltrúi Satans hér á jörð. Þetta segir grunnskólakennari á Akureyri og einn helsti fulltrúi kristilegs kærleiks og siðferðis á Íslandi. Mér hlýnar um hjartarætur þegar ég er áminntur á það hversu jarðtengdir allir þeir einstaklingar eru sem fá að kenna íslenskum börnum í okkar ágæta menntakerfi.

“Eru þá þeir aðilar sem vilja fjarlægja Orð Guð úr grunnskólum og frá börnum okkar fulltrúar Siðmenntunar eða Satans-englar? Ég fæ ekki betur séð en að hér rætist í dag að Satan birtist enn í “ljósengils mynd”“, segir Snorri (áður forstöðumaður í Betel) á vefsíðu sinni rétt eins og hann sé ekki alveg viss um að ég og aðrir sem starfa í Siðmennt séum á valdi djöfulsins.

Snorri getur í það minnsta verið ánægður með það að haturáróður hans er vænlega ríkisstyrktur og því getur hann haldið áfram að stunda öfugan haturboðskap á kostnað skattgreiðenda (trúfélögin sem hann hefur starfað fyrir fá öll fjármagn frá ríkinu). Er þetta ekki dásamlegt fyrirkomulag?

Við frá Siðmennt fáum enga ríkisstyrki, enda óþarfi þar sem styrkur okkar kemur víst frá djöflinum! Amen.

Sjá nánar:
Vefsíða Snorra Óskarssonar

Deildu