Aðstandendafélag aldraðra (AFA) hefur boðað til þjóðarfundar um málefni aldraðra. Fundurinn verður haldinn í Háskólabíói þann 16. maí næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 20:00.
Ég hvet alla til að mæta og sýna málefninu stuðning.
Hægt er að lesa meira um fundinn á nýrri vefsíðu AFA (www.hjaafa.is).
Hér fyrir neðan er tilkynning um fundinn frá AFA:
16. maí kl. 20.00 í Háskólabíói
Stefán Ólafsson prófessor, flytur erindi: “Lífskjör aldraðra á Íslandi”
Boðaðir hafa verið á fundinn í pallborð: Formenn stjórnmálaflokkanna
Geir H. Haarde, Guðjón A. Kristjánsson, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Steingrímur J. Sigfússon.Fulltrúar Sambands íslenskra sveitarfélaga (Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson). Fulltrúi Landssamtaka lífeyrissjóða (Hrafn Magnússon)
Fundarstjóri:
Ragnar Aðalsteinsson, hrl.Sýnum samstöðu – fyllum húsið!
Fundurinn verður tengdur með streymi Símans við Ísafjörð, Akureyri og Egilsstaði.