Málþing: Trúfrelsi og lífsskoðanafélög

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

15/05/2006

15. 5. 2006

Ég mun flytja stutt erindi á málþingi 18. maí næstkomandi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög og er á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. Allir eru velkomnir. Hér fyrir neðan er fréttatilkynning vegna málþingsins: Hinn 18. maí næstkomandi, kl. 16:15-18, munu Mannréttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, standa að málþingi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi […]

Ég mun flytja stutt erindi á málþingi 18. maí næstkomandi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög og er á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands. Allir eru velkomnir.

Hér fyrir neðan er fréttatilkynning vegna málþingsins:

Hinn 18. maí næstkomandi, kl. 16:15-18, munu Mannréttindaskrifstofa Íslands og Siðmennt, félag siðrænna húmanista á Íslandi, standa að málþingi sem ber yfirskriftina Trúfrelsi og lífsskoðanafélög. Lífsskoðanafélög eru félög sem fjalla um siðferði og lífsskoðanir og sjá meðlimum fyrir félagslegum athöfnum eins og nafngift, fermingu, giftingu og greftrun (dæmi Siðmennt á Íslandi og Human Etisk Forbund í Noregi) en tilgangur málþingsins er að fjalla um jafnræði trúfélaga, skráningu lífsskoðanafélaga og trúfrelsi á Íslandi.

Á fundinum mun fulltrúi Mannréttindaskrifstofunnar tala um trúfrelsi út frá mannréttindasjónarmiðum, Oddný Mjöll Arnardóttir, hdl. Ph.D, mun fjalla um skráningu trúfélaga út frá mannréttindasamningum og ákvæðum stjórnarskrár, Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar mun tala um lífsskoðunarfélög og viðhorf Siðmenntar, og Lorentz Stavrum, lögfræðingur Human Etisk Forbund (HEF) í Noregi, mun segja frá réttarþróun og stöðu mála í þar í landi.

Að fyrirlestrum loknum munu fulltrúar stjórnmálaflokka kynna viðhorf flokka sinna til viðfangsefnisins en að framsögum loknum verður opnað fyrir spurningar og umræður.

Fundurinn fer fram í Kornhlöðunni, Bankastræti 2. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.
Nánari upplýsingar veitir Guðrún D. Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Mannréttindaskrifstofu Íslands
S: 8950085

Deildu