Siðmennt vekur athygli á trúboði í skólum

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/11/2004

4. 11. 2004

Siðmennt – félag um borgaralegar athafnir hefur sent Leikskólaráði Reykjavíkur, Fræðsluráði Reykjavíkur og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur bréf þar sem athygli er vakin á trúaráróðri í almenningsskólum í Reykjavík. Siðmennt hefur í mörg ár barist fyrir raunverulegu trúfrelsi á Íslandi og eru þessi bréfaskrif liður í þeirri baráttu félagsins. Því miður hefur borið á því að trúaráróður […]

Siðmennt – félag um borgaralegar athafnir hefur sent Leikskólaráði Reykjavíkur, Fræðsluráði Reykjavíkur og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur bréf þar sem athygli er vakin á trúaráróðri í almenningsskólum í Reykjavík. Siðmennt hefur í mörg ár barist fyrir raunverulegu trúfrelsi á Íslandi og eru þessi bréfaskrif liður í þeirri baráttu félagsins. Því miður hefur borið á því að trúaráróður sé stundaður í skólum á vegum hins opinbera. Siðmennt telur að stjórnvöld eigi að vera hlutlaus, óháð trúarbrögðum og eigi ekki að hygla ákveðnum lífsskoðunum umfram önnur.

Fréttatilkynning frá Siðmennt

Siðmennt hefur sent FræðsluráðiLeikskólaráði og Jafnréttisnefnd Reykjavíkur bréf þar sem athygli er vakin á óviðeigandi afskiptum trúhreyfinga af skólastarfi í Reykjavík.

Siðmennt telur að trúaráróður eigi ekki heima í skólum sem reknir eru á kostnað almennings. Skólinn á að vera hlutlaus fræðslustofnun. Í merkilegu stefnuplaggi Reykjavíkurborgar, Fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar, er gerð virðingaverð tilraun til þess að setja starfsreglur um hvernig beri að vinna í því þjóðfélagi sem við búum við í dag.

Í stefnu borgarinnar segir m.a. “allar stofnanir borgarinnar þurfa að laga sig að fjölmenningarlegu samfélagi…” einnig segir “Þeir sem fyrir eru þurfa að aðlagast íbúum af mismunandi uppruna” og að lokum segir: “Leggja þarf sérstaka áherslu á fyrirbyggjandi starf, fræðslu um fordóma og fjölmenningarlega kennslu innan uppeldisstofnana í þessu sambandi”.

Siðmennt vill varpa fram þeirri spurningu hvort unnið sé eftir þessari stefnu í skólum borgarinnar? Er tekið tillit til þess að fólk hafi ólíkar lífsskoðanir?

Siðmennt telur að dæmin sýni að misbrestur sé á að hlutleysis sé gætt í skólum. Hafa fjölmargir foreldrar haft samband við Siðmennt og kvartað undan því að trúaráróður, kirkjuheimsóknir, bænahald og annar óeðlilegur trúarlegur áróður sé stundaður í skólum barna þeirra.Trúaruppeldi á ekki að vera á verksviði skóla- eða stofnanna á vegum Reykjavíkurborgar. Trúaruppeldi á að vera á ábyrgð foreldra og heimila.

Er það von stjórnar Siðmenntar að með þessum fyrirspurnum skapist tækifæri til umræðu um þessi mikilvægu mál.

Sjá nánar:
Bréf Siðmenntar til Fræðsluráðs
Bréf Siðmenntar til Leikskólaráðs
Bréf Siðmenntar til Jafnréttisnefndar

Trúfrelsisstefna Siðmenntar:
http://www.sidmennt.is/trufrelsi/
Óeðlileg tengsl trúar og skóla:
http://www.sidmennt.is/trufrelsi/skoli.php

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Hólm Gunnarsson, varaformaður Siðmenntar.
Sími: 898-7585
Netfang: sidmennt@sidmennt.is

Deildu