Mótmælum vondum lögum

Skoðun-Logo
Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

18/05/2004

18. 5. 2004

Sama hvað mönnum finnst um samkeppnisreglur, Baug, Samkeppnisstofnun, fjölmiðlana, Jón Ásgeir, Ólaf Ragnar eða Davíð Oddsson þá held ég að flestum sé það ljóst í dag að fjölmiðlafrumvarpið er lagt fram fyrst og fremst til höfuðs ákveðnu fyrirtæki og ákveðnum mönnum. Forsætisráðherra hefur sýnt fram á það sjálfur með orðum sínum og aðgerðum aftur og […]

Sama hvað mönnum finnst um samkeppnisreglur, Baug, Samkeppnisstofnun, fjölmiðlana, Jón Ásgeir, Ólaf Ragnar eða Davíð Oddsson þá held ég að flestum sé það ljóst í dag að fjölmiðlafrumvarpið er lagt fram fyrst og fremst til höfuðs ákveðnu fyrirtæki og ákveðnum mönnum. Forsætisráðherra hefur sýnt fram á það sjálfur með orðum sínum og aðgerðum aftur og aftur.


Ég tel reyndar eðlilegt að til séu sanngjarnar reglur um fjölmiðla til að tryggja lýðræðislega umræðu. Það breytir því ekki að umrætt frumvarp er slæmt.

Stuðningsmenn frumvarpsins hafa ekki getað leynt andúð sinni á ákveðnum fjölmiðlum og mönnum og virðist þessi andúð vera meginástæðan fyrir því að frumvarpið er sett fram. Það er að sjálfsögðu ótækt að lagafrumvörp séu sett fram undir þessum kringumstæðum.

Svokallaðir frjálshyggjumenn innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins hafa glatað öllum trúverðugleika sínum og morgunljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn getur ekki kennt sig við einstaklingsframtak og atvinnufrelsi lengur.

Í ljósi þeirra aðstæðna sem frumvarpið er sett fram í og í ljósi þess að forsætisráðherra virðist stjórnast af persónulegri óvild sinni í garð ákveðinna manna held ég að það hljóti að vera skylda hvers manns að mótmæla gjörningnum. Við getum einfaldlega ekki leyft ráðamönnum að setja íþyngjandi lög bara af því þeir eru pirraðir.

www.askorun.is

Deildu