Vindhaninn galar

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

04/05/2004

4. 5. 2004

Ég kemst ekki hjá því að brosa út í annað þegar ég hlusta á gervifrjálshyggjumanninn Hannes Hólmstein Gissurarson fara mikinn í fjölmiðlum þessa dagana í umræðum um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Þessi dyggi aðdáandi Miltons Friedmans, Hayeks og nú, að mér virðist, Marxs líkist alltaf meir og meir því sem hann sakar andstæðinga sína svo oft um […]

Ég kemst ekki hjá því að brosa út í annað þegar ég hlusta á gervifrjálshyggjumanninn Hannes Hólmstein Gissurarson fara mikinn í fjölmiðlum þessa dagana í umræðum um fjölmiðlafrumvarp forsætisráðherra. Þessi dyggi aðdáandi Miltons Friedmans, Hayeks og nú, að mér virðist, Marxs líkist alltaf meir og meir því sem hann sakar andstæðinga sína svo oft um að líkjast. Vindhana.


Hannes hefur verið ófeiminn við að kalla pólitíska andstæðinga sína vindhana vegna þess að þeir, að hans mati, skipta svo oft um skoðun og þeir eru ósamkvæmir sjálfum sér.

En hvað með sjálfan Hannes, andlegan foringja frjálshyggjumanna á Íslandi síðustu áratugi? Hann segist hlynntur frelsi, en þó aðeins þegar Davíð og Flokkurinn leggur blessun sína yfir boðskapinn.

Ég held að öllum sé það löngu ljóst að Hannes er löngu hættur að tala fyrir hugsjónum. Hann er orðin flokkspólitíkus af verstu gerð. Það sem Davíð vill er rétt, það sem Davíð er á móti er rangt. Amen. Hannes er pólitískur vindhani sem fýkur til í takt við guðleg orð forsætisráðherra. Gagnlegur vindhani það…

Deildu