Góður fundur í Iðnó um útlendingafrumvarpið

Logo

Sigurður Hólm Gunnarsson

Sigurður Hólm Gunnarsson ritstjóri Skoðunar sem stofnað var þann 23. júní 1999.

16/04/2004

16. 4. 2004

Fundurinn sem haldinn var í Iðnó í hádeginu um útlendingafrumvarpið var bæði áhugaverður og vel sóttur. Andri Óttarsson, lögfræðingur og penni hjá Deiglan.com; Tatjana Latinovic, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna og Eyrún Ósk, nemi, fluttu stutt ávörp og gerði undirritaður tilraun til að stýra fundinum. Gott hljóð var í gestum og augljóst að samstaðan […]

Fundurinn sem haldinn var í Iðnó í hádeginu um útlendingafrumvarpið var bæði áhugaverður og vel sóttur. Andri Óttarsson, lögfræðingur og penni hjá Deiglan.com; Tatjana Latinovic, varaformaður Félags kvenna af erlendum uppruna og Eyrún Ósk, nemi, fluttu stutt ávörp og gerði undirritaður tilraun til að stýra fundinum.


Gott hljóð var í gestum og augljóst að samstaðan gegn umræddu frumvarpi er mikil. Í lok fundar kvaddi Guðrún Ögmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sér hljóðs og sagðist vera alfarið á móti frumvarpinu í núverandi mynd og að henni þætti reyndar margt væri hægt að laga í núverandi lögum.

Lesendur eru áfram hvattir til að fá vini, vandamenn og kunningja til þess að kynna sér málið og skrifa undir mótmælin á www.deiglan.is/undirskrift.

Sjá nánar:
Ræða Andra Óttarssonar á fundi um útlendingafrumvarpið
Ræða Tatjana Latinovic á fundi um útlendingafrumvarpið

Deildu